Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 20
Ludlow standa á baðbrúnni í
skrautlegri baðkápu,' brosandi
vingjarnlega. Hann líktist ung-
um fursta, sem veit, að það eitt
að líta hann augum, er mikil náð
til handa þegnum háns, og veitir
þeim óblandna og saklausa gleði.
Með hægum, fjaðurmögnuðum
skrefum gekk hann niður þrepin
og nálgaðist hópinn. Hann brosti
stöðugt og fór úr baðkápunni
með hátíðlegum tilburðum.
Peter Olney brosti. Maður gat
ekki annað en látið sér þykja
vænt um Sam. Það var eitthvað'
í sjálfsdýrkun hans, sem næstum
neyddi mann til að taka þátt í
henni. Hégómagirni Sams var
ekki af þeirri gremjulegu tegund,
sem krefst adáunar — hún
virtist svo eðlileg. Það var
eins og hann veitti öðrum af
hreinni manngæzku þá náð að
iíta hann augum og njóta þeirrar
tilkomumiklu sýnar.
Að það var í raun og veru náð,
mátti sjá á ungu stúlkunum fjór-
um, sem lágu fyrir fótum Sams
á svo viðeigandi hátt. Sérhver
þeirra færði sig til hliðar svo að'
hann gæti setzt — þó ekki of
mikið. En Sam hristi höfuðið.
Peter hló lágt. Hann hafði séð
Sam líta til hvítklæddu stúlk-
unnar — séð hann hefja upp
augabrúnirnar eitt andartak og
lesið hugsanir hans greinilega. Og
hann vissi, að þessar hugsanir
báru vott um örlæti Sams. Hvers
vegna skyldi ekki þessi unga
stúlka einnig verða þeirrar
ánægju aðnjótandi, er öðrum var
veitt? Hún sneri að honum baki,
þar sem hún lá og beindi athygl-
inni að leiðinlegum sjónum, án
þess að hafa hugmynd um töfr-
andi návist hans. Það var hrein-
asta synd, hugsaði Sam auðsjá-
anlega. En þó að hún hefði ekki
fylgzt með komu hans, skyldi
hún samt ekki missa af þessum
tilkomumikla viðburði.
Þess vegna veifaði hann tigin-
mannlega til hinna og hljóp eftir
fjörunni. Hann bar sig til eins og
ungur guð með fagrar og örugg-
ar hreyfingar — munnurinn var
lítið eitt opinn, svo hvítar tenn-
urnar skyldu sjást í sólbrúnu
andlitinu. Hann hugsaði auðsjá-
anlega ekki um annað' en hlaup-
ið sjálft. Hann sá ekki einu
sinni ungu stúlkuna hvítklæddu
á meðan hann hljóp.
Peter Olney skemmti sér.
Hann leit á ungu stúlkuna og sá,
að hann hafði dæmt hana rétt.
Hún hafði haft ástæðu til að
vera ein lit af fyrir sig, og hér var
ástæðan. Peter kinkaði kolli í
viðurkenningarskyni. Aðferð'
hennar var meira en lítið kæn-
legri en hjá Sally og Helenu. Þeg-
ar þessum leikþætti væri lokið,
myndi liún hafa Sam Ludlow
fyrir sig eina!
18
HEIMILISRITIÐ