Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 10
„Nei, afi, ég sé ekki eftir neinu, setti ég gerði þetta kvöld. Ég kyssti Rósu og við hétum því að vera saman öll Jónsmessukvöld, sem við gætum, meðan annað hvort okkar væri ekki trúlofað. „Og gerðist ekkert meira?“ spurði gamli maðurinn og var enn blíður á svip. „Yið hétum því líka að vera góðir vinir alla ævi á hverju sem veltur". „Og ekkert meira?“ Nú brosti drengurinn fyrst. „Nei, ekkert meira, afi minn, og allra sízt það, sem þér hefur kannske dottið í hug að hafi átt sér stað“. Þeir stóðu báðir upp. Gamli mnðurinn tók í hönd drengsins og sagði: „Þakka þér fyrir, Kristinn minn, að þú trúðir mér fyrir þessu. Ef þú hagar þér aldrei óskynsamlegar á ævinni, þá er þér borgið“. Um kvöldið, þegar gamli mað- urinn kom fram í stofuna, sátu þær þar báðar, Fríða og móðir Rósu og voru auðsjáanlega að bíða eftir því að hann talaði við þær. Hann var ekki blíður á svip. „Þú ert búinn að tala við drenginn. Hvað segirðu?“ sagði Fríða. Þorkell Kristinsson horfði fyrst á Fríðu, síðan á hina, svo aftur á dóttur sína og beindi máli sínu til hennar: „Ég tek ábyrgð á hegðun ung- linganna Jónsmessukvöldið, og ég vil ekki heyra eitt orð' um þetta svokallaða „hneyksli“ meira. Tápmildir og greindir unglingar verða að fá að Iifa sínu sjálfstæða lífi, annars verður aldrei maður úr þeim. Kristinn hefur trúað mér fvrir því, hvar þau voru og hvað þau gerðu og það ætti að vera nóg. Ég læt þau bæði segja mér. ef bið minn- ist á þetta framar. Góða nótt“. Svo gekk gamli maðurin aft- ur inn til bókanna sinna. ENDIR Blátt og rautt. Nýi fréttaritarinn hafði verið sendur út af örkinni til þess að fá viðtal við hinn fræga hnefaleikakappa. Eftir um það bil klukkustund kom hann inn í skrifstofu ritstjórans. „Jæja“, drundi í ritstjóranum, „höfðuð þér nokkuð upp úr krafsinu?" „Já, þetta“, sagði fréttaritarinn og benti á tvö glóðaraugu. „Við getum ekki prentað þau“, hrópaði ritstjórinn. „Hvað sagði hann við yður?“ „Þér getið ekki prentað það heldur", svaraði hinn rólega. 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.