Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 30
þér til að synda á eftir mér?“
„Ég — —Peter þagnaði
skyndilega. Allt í einu skildi
hann, hvers vegnu hann hafði
gert það, hann varð lostinn skelf-
ingu, og skildi líka hve hræði-
lega heimskur hann hafði verið.
Hann greip fast um kaldar, vot-
ar axlir hennar.
„Fær — en ótryggur“, sagði
hún hátíð'lega. „Ár eftir ár —
rykkir og skrölt, Peter! TJmferð
á eigin ábyrgð!“
Hann heyrði sjálfan sig hlæja,
þegar hann — þrátt fyrir aðvör-
un — beygði inn á hinn hættu-
lega veg!
ENDIR
íslenzk sögukorn:
FRÚ LÓA
ÞAÐ VAR ung og fögur kona, sem sat
út við gluggann sinn og horfði yfir Illjóm-
skálagarðinn. Sunnangolan bterði þunn
gluggatjöldin og lék sér að fögru, ljósu
lokkunum hennar frú Lóu. Svo blés hún
hlýtt og milt um kinnar hennar og hvísl-
aði í smágert eyrað: „Eu hve þær eru
silkiinjúkar!"
Tveir smáfuglar vögguðu sér á grein,
stungu saman nefjum og sungu: „Tí, ti, en
hvað hún er lagleg og fín!“
Frú Lóa hélt á bók í annarri hendinni
og rós í hinni. Hún bar rósina að vitum sér
og andaði að sér ilminum. Nú þurfti hún
ekki að gera annað en láta sér liða vel og
skemmta sér. Þegar hún kom fyrst í þetta
hús, hafði annað verið uppi á teningnum.
Hún var þá ráðin sem vikastelpa, og köllin
gengu allan daginn: „Lóa, Lóa“, „Lóa,
gerðu þetta" og „Lóa, gerðu hitt“. Nú var
það hún, sem var frúin og skipaði fyrir
verkum. Enn gat hún hlegið, þegar lienni
datt i hug, hve hissa allir urðu, er hún
og Oskar, souur hjónanna, giftu sig. Göndu
hjónin voru svo sem ekki upp með sér af
tengdadótturinni; sei, sei, nei! En það kom
á daginn, að hvorki þau né aðrir þurftu
að skammast sín fyrir hana. Ilún var nú
framarlega í allri velgerðarstarfsemi Kven-
félagsins og stofnandi að Bókmenntafélag-
inu, sem mikið þótti til koma. Já, hún frú
Lóa var fyririnynd ungra eiginkvenna!
Einliver tekur i stofuhúrðina og kemur
inn. Það er þrekleg kona með hvassan
augnasvip.
„Hvað ert þú að gera hérna, Lóa? Ég
er ekki vön því, að vinnukonurnar mínar
haldi til í stofunum. En kannske þú viljir
fara fram og taka til kaffið?"
Lóa hentist á fætur. Burt var frú Lóa
hin fína og allir draumar um- frægð og
frama, en eftir stóð vikastelpa með rauð-
ar hárfléttur sína í hvora áttina.
Um leið og hún liljóp fram ganginn, varð
lienni litið í spegilinn stóra. Kartöflunef,
freknur og bólur, ásamt vatnsbláum aug-
um, blöstu við. Lóa gretti sig og rak út
úr sér tunguna framan í spegilmyndina.
Einhverntíma gæti hún ef til vill ekki
stillt sig um að brjóta þessa bannsettu
spegla, en þá yrði vistin ekki lengri í þessu
liúsi. Það gerði þá ekki svo mikið til, það
var dauft að búa hjá barnlausum hjónum,
sem hugsuðu bara um sjálf sig.
Dollý.
28
HEIMILISRITIÐ