Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 49

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 49
andi. Þó að hann svæfi var liægt að sjá, að liann var geðprýð'is- maður og glaðlyndur. Hann myndi hlæja hjartanlega á með- an hún Jpyldi upp ókosti hans, eða annað það, sem hún hafði út á hann að setja. Hún var þess fullviss, að þetta uppátæki þeirra yrði ágæt skemmtun. Þau myndu hlæja að þessu, ekki einungis í dag heldur um mörg ókomin ár. Hún stökk fram úr rúminu, án þess að vekja Tim. Hann svaí fast. Hún klæddi sig, og var búin að bera morgunmatinn á borð, þegar Tim kom, að þrem stund- aríjórðungum liðnum. Hann kom fram í eldhúsið og sagði: „Góðan daginn, frú“. Hann hneigði sig og brosti ertnislega. „Eg leyfi mér að frambera mín- ar innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins“. Dot horfði ástaraugum á mann sinn. Þó að hann væri ó- rakaður og hár hans ógreitt, virt- ist henni hann fegurri en Cary Grant og Errol Flynn til samans. „Hvað viltu svo fá?“ spurði Tim, þegar hann var búinn að kyssa hana. „Hvort viltu held- ur armband með gimsteinum eða góðan miðdegisverð með víni á Restaurant Riche?“ „Ég vil borða heima, hænsna- steik með súkkulaðiídýfu og ís“, svaraði Dot hlæjandi. „Eg hef keypt hænsnakjötið og pantað ísinn. Það er allt í lagi“. Þau drukku morgunkaffið'. Að því búnu kveikti Tim í vindlingi. „Jæja“, sagði Dot glettnislega. „Nú koma reikningsskilin“. Tim leit upp forviða og mælti: „Hvaða reikningsskil?“ Hann hafði þá gleymt þeim algerlega. Dot sagði: „Þú átt að segja, að hverju leyti þér hefur fallið illa við mig fyrsta hjónabands- árið“. Tim hló og mælti: „Hver skoll- inn. Ég var búinn að gleyma samþykktinni um reikningsskil- in“. Hann horfði á Dot rannsak- andi augum, reykti vindlinginn og bætti við, eftir nokkra þögn: „I fyrsta lagi geð'jast mér illa að þessum morgunbúningi þínum“. Dot brá ónotalega. Brosið stirðnaði á vörum hennar. Svo spurði hún: „Má ég spyrja, hverju þú vildir að ég klæddist?“ „Ég veit það ekki. Mamma var í hvítuni slopp á morgn- ana. Hann var vel sterkjaður, og það brakaði í honum, þegar hún hreyfði sig eitthvað“. „Er það fleira?“ spurði Dot. „Ég vil ógjarnan fá grænkál í miðdagsmat tvo daga í röð^. HEIMILISRITIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.