Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 4

Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 4
Hið eilífa regn Saga eftir hinn unga og vinsæla smásagnaböfund Halla Teits. HÚN GRÉT SVO mikið, að ég yfirgaf hana og leigði mér lítinn kofa til að búa í. ... Hvernig get ég búið með konu, sem læðist um húsið og grætur? Augu hennar eru rauð, og ég veit að hjarta hennar titr- ar og hönd hennar skelfur, þeg- ar hún heldur henni að brjósti sér. -----Ég kem að henni er hún situr í garðinum og horfir á tvo fugla, og ég strýk með hendi minni yfir kastaníubrúnt hár hennar — hún grætur. Tárin hrynja niður vanga hennar. Litla barnið mitt dó, segir hún og hylur andlitið í höndum sínum. Og hvernig get ég skilið konu, sem grætur svona lengi dáið bam, þegar hún á tvö önnur börn, sem leika sér og hlæja. Hún stígur svo hægt til jarð- ar, að það marrar ekki í tréstig- anum, þegar hún gengur um hann. Og það heyrist aldrei neitt, þegar hún lokar hurð. Og þegar ég tek hana í faðm minn og bið hana að gleyma barninu, þá losar hún sig mjúklega úr faðmi mínum og segir ísmeygi- lega: Æ slepptu mér, vinur, ég þarf að fara út í kirkjugarð. Hún geymir köngurló í eld- spýtustokk uppi á lofti, og ef maður leggur eyrað að stokkn- um, þá heyrir hann þruskið í henni, þegar hún skríður inni í myrkrinu. Köngurlóin er mjög' lítil og sonur okkar, sem er ungur, gaf móður sinni hana og sagði, að hún ætti að koma í staðinn fyrir barnið, sem dó. Og hún geymir köngurlóna mjög vandlega og gefur henni flugur, sem liggja dauðar í gluggakistunni, eða hún veiðir þær sjálf. Hún vatnar skordýr- 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.