Heimilisritið - 01.08.1951, Side 8

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 8
Svo hér býrð þú, segir hún og lítur í kringum sig. Hún hefur aldrei komið hingað og við ekki sézt í sjö mánuði. Það eru fáir húsmunir og herbergið er fremur drungalegt. Þó eru nokkrar skopmyndir uppi á vegg, en jafnvel þær eru skuggalegar. Já, hér bý ég, segi ég og kvíði fyrir leiðinlegu samtali milli karls og konu, sem vita ekki hvað þau eiga að segja, eða geta ekki komið orðum að því, sem þau ef til vill hafa að segja. Og nú er ég komin, segir hún. Ég er ekki kominn, segi ég. Nei, hvíslar hún. Þögn. Ég lá heima í rúminu og grét, þegar þú fórst, segir hún loks. Og svo liðu tíu dagar án þess ég viti hvernig. Ég aðeins grét, hataði og örvænti — jafnvel vanrækti börnin. Á tíunda degi mundi ég eftir köngurlónni. Mundirðu fyrr eftir henni en börnunum? segi ég ásakandi. Hún var dauð, heldur hún áfram. Lá dauð í eldspýtu- stokknum. Henni hafði ekki tekizt að komast út úr honum og enginn gefið henni flugu. Hún varð hungurmorða í myrkr- inu. Og þennan sama dag komu börnin til mín og spurðu eftir pabba sínum. Hann er dáinn, hugsaði ég. En ég sagði: Hann er í útlöndum og kemur bráð- um aftur. — Aldrei aftur, hugs- aði ég. Og þá fóru þau út að leika sér. Blessuð börnin, segi ég lágt. Svo komu nýjar og nýjar spurningar, segir hún. Hvers vegna fór hann? Hvers vegna er hann ekki kominn aftur? Kemur hann með brúðu handa mér? Kemur hann með bíl handa mér? Hvað heitir landið, sem hann er í? Er kóngur þar? Já, og ótal margar aðrar spurn- ingar, sem aðeins börnum get- ur hugkvæmzt að spyrja. Ég svaraði — svaraði öllum spurn- ingum þeirra með einu eða öðru. Svo fann ég, að ég var aldrei framar voteyg og hugs- aði ekki lengur um lítið, dáið barn, sem ég einu sinni eign- aðist. Þögn. Hvers vegna fórstu? spyr hún. Ég þoldi ekki grát þinn. Hann nísti mig sundur, segi ég. Hún segir: Fyrst var ég ró- leg og hugsaði lítið, en svo náði vonleysið heltökum á mér, og næturnar urðu kaldar og tor- ráðnar. Endalausir dagar í von- lausri bið og dimmar vökunæt- ur. Já, ég beið og beið, en varð að lokum ljóst tilgangsleysi biðarinnar og gaf mig alla að börnunum, hló og gladdist með 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.