Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 10

Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 10
Etið, drekkið og verið glöð í þessari stuttu grein benda James og Peta Fuller á, að það sé stærra atriði að borða lífrænt og lystugt fæði en að fara eftir því, sem „vísindalegir næringarefnafræðingar“ reyna að telja manni trú um. DAGLEGA er ausið' yfir okk- ur fyrirlestrum og greinum um vítamín, hitaeiningar og vís- indalegt mataræði, en það get- ur ekki drekkt þeirri staðreynd, að í raun og veru vitum við sorglega lítið um manneldi. Matarsérfræðingunum til skelf- ingar kemur stöðugur straumur af nýjum og oft andstæðum nið- urstöðum frá manneldisrann- sóknarstofnunum, sem rífa niður margar þeirra kenninga, sem við til þessa höfum talið góðar og gildar. Meðal lægri dýra virðist þetta vandamál ekki gera vart við sig. Dr. Curtis Richter við Hop- kins háskóla lét tilraunarotturn- ar sínar sjálfar velja sér rétti úr „rottusjálfsala“. Án þess að láta kenningar, gervibragðefni og — lykt rugla sig, völdu dýrin næst- um með óbrigðulu öryggi réttu fæðuna. Þær uxu jafn vél og rottur, sem aldar voru á vísinda- legu úrvalsfæði og þrifust ágæt- lega. Þegar nóg er af því, etur grái íkorninn einungis hið næringar- mikla kím maísins og lætur af- ganginn eiga sig. (Við mennirnir etum afganginn og fleygjum kíminu). Svín, sem leyft er að velja úr margskonar maís, eta einungis þann maís, sem vaxið hefur í sérlega steinefnaríkum jarðvegi. Dr. Clara Davis hefur gert víðtækar tilraunir með ungbörn, og þau fóru alveg jafn skynsam- lega að ráði sínu. Þau fengu nóg af allskonar fæðu úr að velja og fengu að eta allt, sem þau gátu í sig troðið. Eitt barnið át sjö egg hvert eftir annað, annað raðaði í sig fjórum banönum og það þriðja hakkaði í sig hálft kíló af lambakjöti án þess að líta upp. En svo fóru bömin að velja fleiri rétti, og þó dr. Davis hryllti stundum við samsetningu matseðilsins, höfðu öll börnin á hálfu ári náð réttu jafnvægi í neyzlu fituefna, kolvetna og eggjahvítuefna. Hitaeininga- 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.