Heimilisritið - 01.08.1951, Side 16

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 16
strent, venjulegt, grágult og nýtt hús og enginn garður. Það rann saman við akur og engi. Það var ekkert nema grænkáls- raðimar. ... Húsið var einmitt fullgert um Jónsmessu, og þau höfðu gift sig um hvítasunnuna. Jens ætlaði að útbúa garð í sumar. Hann hafði skipulagið í höfðinu, með steinhæð og laug og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Garðurinn kæmi líka á- reiðanlega, Jens var harður sem járn, en næstu tíu árin myndi ekki verða skuggsælt í hon- um. Það átti að leggja stétt út að hænsnahúsinu. En sement fékkst ekki. Maður varð að skrifa heilan stafla af umsókn- um til að fá leyfi fyrir einum poka. íris hratt hænsnahússhurðinni upp á gátt. Hænurnar görguðu og flögruðu um. Alltaf börðust þær um eins og þær væru vit- lausar, þegar komið var í dyrn- ar. Taugaóstyrkar, það var ein- mitt það sem þær voru. Jens sagði, að maður yrði að fara vel að þeim ... opna dyrnar hægt og ganga varlega inn. Fara vel að hænsnum ... já, það mátti nú segja, að lífið var flókið. Alifuglar áttu allan hug Jens. Hann dreymdi um að eignast bezta fyrirmyndarhænsnabú landsins. Hann átti bókahillu fulla af alifuglabókmenntum og var áskrifandi að öllu, sem út kom um hænsni og kjúklinga. Hann gat setið við þangað til eftir miðnætti og jórtrað yfir alifuglaritunum. Jens hafði ver- ið búinn safna allmörgum þús- undum króna, þegar þau giftu sig. íris átti ekki eyri. Jesús Kristur, maður verður þó að ganga sæmilega til fara og skemmta sér, þegar maður er ungur. Hún hafði verið bjáni að fallast á að flytja hingað út- eftir með honum. Þau höfðu búið í skúrræfli, meðan Jens og múrarinn hjálpuðust að við hús- ið, og þeir báru að hverja vatns- fötu, sem með þurfti. Þangað til rafmagnið var lagt inn, kom- ust þau af með steinolíulampa, sem reykti og lyktaði ... og í Kaupmannahöfn voru rafljós og líf og glaðir dagar. ... IRIS átti að taka lokurnar frá hreiðurkössunum til að ná í eggin frá hænunum. Henni fannst það andstyggilegt starf. Hún lét Jens alltaf um það, þegar hann var heima, en það var ekki hægt að halda hænun- um innilokuðum í fjóra daga. Þá garga þær, þangað til hús- þakið rifnar. Hjarta hennar barðist, þegar hún tók lokuna frá og rak höndina innundir hænu númer 17, sem strax upp- 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.