Heimilisritið - 01.08.1951, Side 19

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 19
ínn þurfti sjálfur að nota hana. Okkur var lofað að flytja heim til pabba og mömmu. Þú veizt að systir mín og bróðir búa þar líka. Þrjú herbergi handa tvennum hjónum og tveimur uppkomnum börnum. Það er martröð! Enginn staður þar sem hægt er að vola, enginn staður til að taka ofan grímuna og vera ljót 1 friði ef mann langar til. Alltaf verður maður að nota alla sína diplómatisku hæfi- leika. Pabbi og Leó tala um stjórnmál, ó, ef þú vissir um allt mitt málamiðlunarstarf! Fyrirgefðu — ég velti öllum mínum sorgum yfir á þig, áð- ur en ég er almennilega komin inn úr dyrunum. Ég hef þörf á að létta á mér. .. . Jæja, ég óð á leiðinni hingað heim, bleyt- an rann inn um tána og út um hælinn ... geturðu lánað mér inniskó?“ „Inniskórnir hans Jens eru í svefnherberginu.“ Þær fóru gegnum eldhúsið. „En hvað maðurinn þinn er lag- hentur!“ hrópaði Alice. „Þetta er bara óskaeldhús. Ég myndi gráta af gleði, ef ég ætti það. Hvað er að þér í fingrinum?“ „Það var einn hænufjandinn, sem hjó mig ...“ „Hænufjandinn? Hvernig get- urðu sagt það. Dýr, sem gefa þér ný egg, þegar við hinar verðum að kaupa þau háu verði 1 búðunum. Lof mér að líta á — hvílíkar umbúðir um smá- skeinu! Það er nóg að hafa plástur.“ Alice fór í inniskóna. Það lá við hún malaði eins og köttur af vellíðan. Hún horfði út um gluggann. „Það er fátt sem ég kann eins vel við og að sitja í makindum inni í stofu og horfa á óbyggt umhverfi. Ég tók dálítið salat með mér, og nokkrar smjörkökur ... Það er í nestinu mínu.“ „Hvernig geturðu komið á venjulegum vinnudegi? Ertu að skrópa?“ „Skrópa! Bara að það væri svo vel, yina mín. Nei, það er ekkert unnið í bili ... efnis- skortur. Það er ekkert gaman að vera án vikukaupsins ... því miður er hjónaband okkar byggt á því, að ég vinni. Leó notar miklu meiri peninga en hann hefur í rauninni efni á:“ ÍRIS bjó til matinn. Hún náði í ný egg, sem hún steikti, staup af víni, sem hún átti síðan um jól, og nokkrar ölflöskur. Ves- lings Alice þarfnaðist hressing- ar. Þegar þær höfðu borðað og voru að drekka kaffi og reykja sígarettur, gat íris alls ekki skilið, hvað hún hafði verið ön- ug. Alice hafði á réttu að standa. Henni leið vel. Jens HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.