Heimilisritið - 01.08.1951, Page 23

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 23
„Hvað álítur skipstjóri um þetta?“ „Hvað ég álít?“ sagði skip- stjórinn. „Eg veit ekkert livað ég á að álíta. En ég er feginn að geta sagt: Guði sé lof að það gerðist!“ (Bæði Brandt og skipstjórinn skrifuðu niður ]>ennan atburð). Hófaförin í Devon ATVIK, sem gerðist í Eng- landi vetrarnótt eina, hefur iát- ið eftir sig spor um alla framtíð — og enn liefnr engin skýring fengizt. Þegar tolk í Suður-Devon fór á fætur einn vetrarmorgun, sá það, að mikill snjór hafði fallið um nóttina. Þegar menn kornu út, sáu þeir furðulega sýn. TJndarleg hófaspor lágu yfir engi, þök, háa garða og vegi 40 mílna leið. Þau hlutu að stafa frá einfættri veru, því þau lágu í beinni línu, hvert fram af öðru og öll voru þau eins: klofin, ílivolf fjögurra þumlunga löng og tveggja þumlunga breið og átta þumlingar voru á milli þeirra. A nokkrum stöðum hafði veran farið yfir brött þök á mörgum húsum. Hún hafði far- ið yfir heysátur og 5 metra háa garða. Brátt bættust vísinda- og blað'amenn í hóp hinna forvitnu. Urskurður vísindamannanna var, að sporin væru ókennileg. Menn þekktu enga veru, sem gat látið eftir sig slík spor. Mót og teikningar voru gerð og gef- in dýrafræðisafninu í London. En engin skýring fannst. (Sporin sáust nldrei framar. Atburður- inn var ræddur í Times, sem lýsti yfir: „Engin fullnægjandi, eðlileg skýring er til- tækileg". Mót og teikningar eru enn til). Heilögu líkneskjurnar HIÐ svonefnda „þvngdar- kraftaverk“ var vel þekkt til forna í Persíu, Indlandi og Egypta-landi. Það gerist á dauð- um lilutum, sem virðast láta í Ijós eigin vilja með' því að þyngj- ast, þegar þeir eru teknir burt af stöðum, þar sem þeir virðast vilja vera kyrrir. Fyrir fáum árum skeði slíkur ótrúlegur atburður í mexi- kanska bænum San Juan Par- angaricutiro. Það bar við 14. marz árið 1943, að friðsæl slétta breyttist í ægilegt eldvarp, sem gaus 500 metra í loft upp og spúði hraun- leðju yfir hús og akra. Ibúarnir tóku hafurtask sitt og flúðu, og presturinn kallaði nokkra til hjálpar við að' bjarga tveimur heilögum mvndastyttum — af frelsaranum og St. Juan de la Cholchas. Trélíkneskjur, sem hvort um sig voru innan við 50 kíló að þyngd, gátu tveir menn borið HEIMILISRITIÐ 21

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.