Heimilisritið - 01.08.1951, Page 27

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 27
Ekki einu sinni Ashley, einka- ritari hans og bamfóstra, sem var svo líkur honum, að hann gat komið fram sem vara-Karl Marnell, vissi, hvar hann var. Ashley vissi aðeins, að Marnell hafði hnupplað bílnum hans og gert sig ósýnilegan í fyrsta sinn í mörg ár. Karl Marnell brosti og hægði ferðina. Hér var varla nokkur hætta á, að hann þekktist, Mar- nell, hinn óviðjafnanlegi, hinn dýrkaði, með töfrandi, svai-ta lokkana! Hann strauk stutt- klippt hárið og skegglausa yfir- vörina og leit niður á upplitaða skyrtuna og krumpaðar flóneis- buxurnar. Það var góð hug- mynd að afmá skeggið og svörtu lokkana. Hárið var líka svo af- leitlega heitt, þegar það var svona sítt, eins og hann hafði orðið að hafa það' í fábjánaleg- um myndum frá tínmm borgara- stríðsins. Skyldi nokkur þekkja hann án lokkanna? Það væri gaman að reyna. I sama bili kom hann auga á hana. Hún stóð og benti á sprungið reiðhjólið sitt í svo spaugilegri örvæntingu, að hann varð að stanza og hlæja. „Viljið þér aka með'?“ spurði hann. „Við getum bundið skepn- una aftan á“. Hún var lítil, en augun voru stór og brosandi. „Ég þakka“, sagði hún. ,,En þér verðið að kynna yður fyrst“. Hvað myndi hún segja, ef hann svaraði: „Ég heiti Karl Marnell?“ Glápa og góna eins og allir þessir fábjánalegu rit- handarsafnarar? Hann féll fyrir freistingunni, og varð fyrir mestu undrun ævi sinnar til þessa. „Marnell?“ endurtók hún. „Eruð þér skyldur þeim rétta?“ Hann hló af uppgerð. „Þeim rétta! Er ég líkur honum?“ Hún hristi höfuðið. „Þér eruð ósköp viðfelldinn. En — nei, þér líkist sem betur fer ekki þeim dúkkudreng. Manni verður ó- glatt af að sjá hann“. „Álítið þér . ..“ Hann tók and- ann á lofti. „Eruð þér ekkert hrifin af Karli Marnell?“ „Hann getur alls ekki leikið. Imyndið þér yður, að þér líkist honum?“ „Ekki leikið .......“ Honum fannst hann gjörsigraður mað- ur. „Hafið þér séð nýjustu myndina hans, Trumbur Lees hershöfðinga?“ Hún leit rannsakandi á hann. „Nei. En þér?“ „Já. Og sú mynd mun koma yður á aðra skoðun . .. hún sýn- ir hæfileika hans frá alveg nýrri hlið“. „Þér talið eins og blaðafull- trúi“, sagði hún ertnislega. HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.