Heimilisritið - 01.08.1951, Side 28

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 28
Hann roðnaði og breytti um samræðuefni. „Nú erum við víst búin að tala nóg um nafn mitt“, sagð'i hann. „Nú er komið að mér að spyrja um yðar“. Hún settist við hlið hans. „Mjög sanngjörn krafa. Eg heiti Martina Thorne. Eruð þér nokkru nær?“ „Það minnir á vín“, hefndi hann sín. „Þurrt vín“. Hún hló skærum hlátri. „Bíð- ið bara þangað til þér sjáið mig í vatninu“, svaraði hún. „Eg var á leið út á baðstaðinn“. „Þá ökum við' þangað“, sagði hann. Ur því hún hafði ekki einu sinni þekkt hann, þótt hún heyrði nafn lians, var ekki nein hætta á ferðum. ()g hann hafði ekki komið á almenningsbað- stað árum saman. Þegar þau litlu síðar óku inn á bílastæðið, spurði hann: „Jæja, eigum við að reyna hringekjuna?“ Hún brosti leyndardómsfulit. „Eg hef annað um að' hugsa. Kannist þér við Tri-Continentai Pictures?“ Hann hefði getað svarað, að nefnt félag borgaði honum tutt- ugu og fimm dollara um tímann, jafnvel fyrir að sitja þarna hjá henni. „Það eru þeir, sem fram- leiða \ Marnell-myndirnar, er ekki svo?“ „Eitt af þeirra fáu glappa- skotum", viðurkenndi hún. „En þeir stofna líka til fegurðarsam- keppni á baðstöðunum .. .“ „Og þér eruð' þá .. .“ Hann þagnaði og beit á vörina. „ . . . Ein af þessum litlu gæs- um, sem vilja komast í kvik- myndir“, liélt hún áfram. „Nei, ég verð að valda yður þeim von- brigðum, að það er einungis um veðmál að ræða. St. John, það er kærastinn minn, heldur því fram, að mér þýði ekkert að reyna“. Orðið „kærasti“ kom honum til að fá undarlega andúð á St. John. „Og nú ætlið þér að sýna honum dálítið annað! Hvað haf- ið þér þarna í körfunni?“ „Baðfötin mín“, svaraði hún. „Komið bara með. Þér getið fengið leigð' baðföt“. Það væri gaman! Hugsa sér ef stjörnufangarar félagsins þekktu hann ekki, og hann ynni! Hann féllst á gamnið, fékk sér sundbuxur og hitti hana á eftir fyrir utan. Hún var ennþá fal- legri í baðfötum en maður hefði búizt við. „Þér eruð yndisleg!“ hugsaði hann upphátt. „Við skulum vona, að Tri- Continental sjái það“, sagði hún hlæjandi. „Þér lítið reyndar ekki heldur svo afleitlega út“. „Þakka gullhamrana!“ Hann brosti. Hún ætti bara að' vita 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.