Heimilisritið - 01.08.1951, Page 34

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 34
Skotspónninn Smásaga eftir PHYLLIS DUGANNE Afbrýðisemin sauð niðri i benni, og hún skeytti ska-pi sínu á Eddie, f>ótt bún hefði raunverulega átt að beina skeytum sinum að föður bans. SÓLIN SKEIN í heiði. Susan Ainsley horfði í áttina til húss- ins, sem var hinn bjarti rammi utan um líf hennar, Jeffs og drengjanna á sumrin. En á þess- ari stundu fannst henni það hvorki skemmtilegt né upplífg- andi. . .. Hvers vegna var hún í vondu skapi? Allt í einu tók hún ákvörðun, stóð upp og fór inn, til þess að fara í rauða sundbolinn. Henni fannst hún myndi hressast við það að fá sér sjóbað og að óljós reiði hennar myndi skolast burt í söltum, tærum sjónum. Lóðin þeirra náði alla leið' niður að ströndinni. Hún stakk sér oft, og eftir baðið fannst henni hún vera hressari og léttari í skapi. Hún lagðist á bakið í litilli kvos og fékk sér sólbað. Hvað gekk eiginlega að henni? Það var þó ekki trúlofunin, sem var opinberuð fyrir mánuði síð- an. Að vísu hafði henni alltaf fundist það' elda konu að eign- ast tengdadóttur, en það var auðvitað vitleysa. Hún var ekki orðin fertug og auk þess leit hún út fyrir að vera tíu árum yngri en hún var. Jeff og hún höfðu líka verið kornung, þegar þau trúlofuðust, svo hún gat varla haft áhyggjur af því, þó að Bill staðfesti ráð sitt, rúm- lega tvítugur, og auk þess hafði hann verið tvö ár í Evrópu í mestu bardögunum og það hafði þroskað liann. En Jeff ... ? Gazt honum vel að því? Áreiðanlega ekki. Jeff myndi finnast hann verða of virðulegur sem tengdafaðir. Virðulegur! hugsaði Susan bros- andi. Hann leit út eins og eldri bróðir sona sinna, og þeir voru 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.