Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 39
aldur snertir“. Síminn hringdi og Eddie hljóp til að svara í símann. „Eigum við að fara til Mar- lings í kvöld?“ spurði Jeff, þeg- ar Eddie var farinn. „Hamingjan góða, geturðu ekki hugsað þér að' sitja heima eina kvöldstund?" sagði Susan. Jeff hristi höfuðið. „Hvað gengur eiginlega að þér, Susan?“ „Mér finnst að við ættum að muna eftir því að við erum ekki lengur ung“, sagði hún og beit sig í vörina. — „Trúlofaður son- ur ...“ „Nú jæja, eins og þér þókn- ast“, sagði hann og röddin var framandi og bitur. „Við erum slæmt fordæmi fyr- ir Eddie, ef við eltum allar hugs- anlegar skemmtanir“, hélt hún áfram. „Það er engin alvara í honum — dans, hégómi og dað- ur er það eina sem hann hefur áhuga á“. „Ertu nú ekki full ósann- gjörn?“ spurði Jeff rólega. Susan hikaði — var hún ó- sanngjörn? „Eg er móðir hans“, flýtti hún sér að segja til að af- saka sjálfa sig. „Það er skylda mín að sjá um að ...“ „Já, já, það er ágætt!“ greip Jeff fram í, stóð upp og skellti hurðinni óþarflega harkalega á eftir sér þegar hann fór. JEFF FÓR til bæjarins og kom ekki heim fyrr en rétt fyrir matmálstíma. Hann sagði að Baba hefði fengið sig til að drekka te með henni í veitinga- húsinu, og svo hefðu þau fengið sér snúning. „Já, vel á minnst . .. dans. — Það verður dansleikur í klúbbn- um annað kvöld, auðvitað för- um við þangað'". „Náttúrlega“, sagði Eddie, en Susan leit reiðilega á hann. „Þú og pabbi þinn getið nátt- úrlega farið út að skemmta ykk- ur“, sagði hún þóttalega. „Eg er ekki viss um að mig langi . . .“ „Þarna sérðu“, sagði Eddie, „súr eins og grænjaxl“. Fyrri hluta næsta dags spurðu margar ungar stúlkur um Eddie í símann. Susan svaraði þeim öllum út úr og kærði sig koll- ótta, þótt hún væri álitin „súr“. En þegar Baba hringdi og spurði um Jeff, þá svaraði hún með silkimjúkri rödd: „Því miður, kæra frú Clay- ton, maðurinn minn getur ekki verið heima allan daginn til að gera áætlanir um golfleiki og aðra slíka heimsviðburði ...“ Röddin var svo sæt og gam- ansöm, að Baba Clayton gat á engan hátt móðgazt, áleit Susan. Seinna um kvöldið þegar Sus- an hafð'i veizluklætt sig og sett á sig perlufestina, sem Jeff hafði HEIMILISRITIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.