Heimilisritið - 01.08.1951, Page 41

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 41
sjálfri sér um kennt. . . . Hún hafði ert hann og angrað upp á síðkastið. Niðurbældur kvenhlátur heyrðist allt í einu fyrir utan: „Er ekki dásamlega róman- tískt hér . . . ?“ Það var rödd Baba Clayton. „Jú, og það er fallegt af yð'ur að sýna mér alla þessa róman- tísku staði. . . .“ Það var Jeff sem talaði. Baba Clayton hló lágt og töfrandi. „Þér ætlið þó ekki að segja mér, að þér hafið aldrei gengið hér ásthrifinn um súmarnætur (( „Aldrei!“ fullvissaði Jeff. „En Augu Eddies gneistuðu af löngun til að gera prakkarastrik. Svo stakk hann tveim fingrum í munninn og flautaði. „Það lítur ekki út fyrir að við séum ein“, sagði Jeff þurri röddu. „Við skulum fara inn aft- ur .. .“ Susan sat með andlitið falið i höndum sér. „Mamma“, sagði Eddie og greip um herðar hennar, „hegð- aðu þér nú ekki heimskulega . . Þegar hún leit upp, voru augu hennar tárvot. „Vertu vænn og segðu ekki neitt“, bað hún. Allt var kyrrt og hljótt í nokkrar mínútur. Eddie settíst við hlið móður sinnar og strauk feimnislega hendur hennar. „Þú tekur þetta allt of alvar- lega“, sagði liann lágt. „Eg hef tekið eftir því að þú hefur verið óróleg og þér hefur liðið illa síð- ustu mánuðina“. Susan starði steinhissa á son sinn, og hann las spurninguna í augum hennar. „Já, auðvitað hefur það verið áberandi. Þú hefur skámmað mig og verið óánægð með mig .. . en það var í raun og veru allt út af pabba“. Susan sat alveg dolfallin. Já, Eddie hafði rétt fvrir sér, hún hafði verið afbrýðisöm . . . yfir sig afbrýðisöm, af því Jeff var nngur og kátur og skemmti sér með Balra og ölluin. Og hún hafði látið það bitna á Eddie! Þar sem hún hafði ekki viljað viðurkenna fyrir sjálfri sér, að hún væri haldin niðurlægjandi og ástæðulausri afbrýðisemi, hafði hún notað Eddie sem tákn- mynd af föður sínum og látið allt bitna á honum. „Eddie“, sagði hún alvarlega, „ég verð að biðja þig afsökunar“. Það var kvenlegur hefðar- bragur yfir henni, sem gerði hana ennþá fallegri en hún var. Eddie tók brosandi utan um hana, og þannig gengu þau inn í samkomusalinn. HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.