Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 46

Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 46
r FRÆ. — Að dreyma fræ er ógiftum fyrir giftingu, og giftum spáir slík- ur draumur þýðingarmiklum atburði, sem gerist bráðlega. FRÆNDFÓLK. — Ef þig dreymir að frændfólk þitt heimsæki þig, táknar það að þú hefur aflað þér virðingar samborgara þinna. FUGLAR. — Ef þú heyrir fuglasöng í draumum þínum, mun allt, sem þú tekur þér fyrir hendur, heppnast vel. Ef þú sérð fuglana, en hcyr- ir ekki söng þeirra, muntu brátt leggja af stað í ferðalag. Sjá fugla fljúgast á: freistingar. Veiða fugla: gróði. Finna fuglshreiður: auðsöfn- un. Skjóta ránfugl: sigur. Sjá fugla fljúga yfir höfði sér: tap. Sjá svarta fugla á flugi: óveður úr þeirri átt, sem þcir komu. Skjóta á fugl án þess að hæfa hann: fyrirætlanir dreymandans misheppnast. Hvítar fuglsfjaðrir eru fyrir góðu, en svartar fyrir illu. Að hcyra fugla tala er fyrir góðu. Að sjá ránfugla og einkum að veiða þá, er fyrir gróða og upphefð. Gefa fuglum: Viðurkenning eða upphefð. Ann- . ars boða fuglar í draumi yfirleitt, að núverandi aðstaða dreymand- ans breytist til hins gagnstæða. Oft cr það fyrir barnsláti, að dreyma fuglsunga. Ná í fugl: heppni í fyrirtæki. Sjá að öðru leyti einstök tcgundaheiti fugla. FYRIRGEFNING. — Dreymi þig að þú biðjir einhvern afsökunar, er það fyrirboði þess, að þú munir bíða lægri hlut í einhverju, sem þú kepp- ir að. FYRIRSKIPUN. — Það cr slæmur fyrirboði, ef mann dreymir að hann skipi einhverjum fyrir. Einhverjir erfiðleikar eru þá í vændum. Að dreynia að cinhver annar sé að skipa fyrir, táknar hinsvegar að ein- liver yfirboðari þinn muni verða reiður, þótt það bitni ekki á þér. FÆÐING. — Dreymi mann að liann sé viðstaddur fæðingu, mun hann aldrei verða sjálfstæður, heldur ávallt undir aðra gefinn. FÆÐINGARBLETTUR. — Það er aðvörunarmerki, ef þú sérð fæðingar- blett á þér í draumi. Gættu þín gagnvart nýjum kunningja. FÖLSUN. — Ef þig dreymir falska peninga, máttu eiga von á því, að cinhvcr leiti aðstoðar þinnar, og þú munt gera rétt í því að veita hjálp þína. Þú munt fá hana ríkulega endurgreidda. FÖLVI. — Ef þig dreymir að þú sért mjög föl(ur) í framan, er það fyrir- boði slæmra frétta. Sjá annan eða aðra föla: veikindi eða dauði þess sem í hlut á. FÖT. — Sjá Tatnaður. GAFFALL. — Dreymi mann gaffal eða gaffla, er rétt að hafa hugfast, að smjaðrarar eru varasamir, og að það getur farið illa fyrir þér ef þú ljærð cyru að tunguliprum áróðursmanni. Að stinga sig á gaffli, boðar óhapp. Oft boðar gaffall heimsókn af sníkjugesti. GALDUR. — Ef þig dreymir galdur eða töfra, skaltu gæta þín. Sam- vjzkulausir menn munu verða á vcgi þínum. (Frh. i ntesta hefti). ^____________________________________________________________________) 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.