Heimilisritið - 01.08.1951, Side 47

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 47
Hálfkaraður glæpur Sakamálasaga eftir RUBEKT CROFT COOKE MÁNUÐUM saman háfði liugmyndin þróazt í heila Summ- ersons lögregluumsjónarmanns. Hann var, eins og allir leynilög- regiumenn, hugmyndaríkur maður, og þegar hann liat'ði á annað borð fengið einhverja hugmynd í höfuðið, gat hann ekki látið vera að velta henni íyrir sér út í yztu.æsar. Árum saman liafði hann fengizt við að kynna sér aðferðir afbrota- manna og notfæra sér skyss- urnar, sem þeir gerðu, og sem oft voru mjög áberandi. Hann varð smám saman viss um, að hann með sína revnslu gæti framið afbrot án þess að iáta sér skjátlast í nokkru atriði, þar eð hann þekkti allar þær hætt- ur, sem öð'rum urðu til falls. Sem einum af mest metnu mönnum leynilögreglunnar, vrði honum sennilega falið að rann- saka sinn eiginn glæp — alveg einstætt tilfelli. Og þegar hann hafði velt málinu fyrir sér um nokkurt skeið, bauðst tækifærið óvænt. Það var hinn skarpskyggni Gor- ing, einn af hans trúverðugustu mönnum, sem vakti athygli Summersons á, að firmað Pettle- ton & Pursley, töskuverksmiðja í Silvertown, léti í hverri viku sækja peninga til launagreiðslu í Parlament-bankann. „Fjandinn hafi það, Summer- son“, sagði Goring æstur, „þeir senda tvo venjulega skrifstofu- menn í bankann eftir peningun- um á hverjum föstudegi. Tveir ungir menn eru látnir sækja þá í venjulegum leigubíl og aka með þá út í Silvertown. Ef þetta er ekki hreinasti glannaskapur, þá . . Summei'son brosti íbvgginn, HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.