Heimilisritið - 01.08.1951, Page 51

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 51
Þú mátt til með að koma með drenginn Gamansaga eftir Stanley Cordall „KÆRU vinir, Jakob og Lone! Mig langar til að biðja ykk- ur að gera mér mikinn greiða. Það er út af Ove litla. Hann er átta ára og bráðum fullorð- inn karlmaður. Hann fékk allt í einu mikinn áhuga á að veiða, og Mogens hefur keypt handa honum þann bezta veiðiútbún- að, sem völ var á. Þið mynduð skemmta ykkur konunglega, ef þið sæjuð hann að veiðum. En það er nú bara leikur. Þið þekkið sjálf villuna okkar og vitið, að þar er ekkert vatn í nánd, nema tjörnin í garðin- um. Við létum nokkra gullfiska þar í fyrra, en nú eru þeir dauð- ir, svo þar er framar ekkert til að veiða. Ove stendur þar stundum tímunum saman með færið sitt, en á endanum verður hann oft- ast æfur, af því það bítur aldrei á hjá honum. — Ég vil veiða almennilega fiska, hrópar hann og stappar með litlu fótunum sínum. ' Nú langar mig til að spyrja ykkur, hvort þið séuð nokkuð mótfallin því, að við höfum Ove með, þegar ,við komum að heimsækja ykkur eftir hálfan mánuð. Það er svo frjálst hjá ykkur úti í sveitinni við þetta stóra, yndislega vatn. Ég veit, að þið hafið boðið fleirum, en ég ábyrgist, að Ove skal ekki verða ykkur til ama. Hann getur sofið hvar sem er. Ég er viss um að ykkur mun þykja gaman að honum, hann er svo skemmtilegur og bráð^ þroska. En ef þið haldið, að hann verði ykkur til óþæginda, þá megið þið til með að skrifa okkur það. Við Mogens munum skilja ykkur. Ég væri mjög þakklát ef þið svöruðuð um hæl. Ykkar einlæg Rósa.“ HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.