Heimilisritið - 01.08.1951, Side 53

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 53
oft boðið okkur að gista hjá ykkur. í þetta sinn höfum við hugsað okkur að nota boðið, einkum þar sem við getum helzt ekki búið á hóteli með hund. Og við getum ekki skil- ið „Max“ eftir hér, þar sem enginn vill taka að sér að gæta hans. Þið hafið ekki ennþá kynnzt „Max“. Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan við eignuðumst hann. Hann er ágætur schæ- ferhundur. Hann er hvolpur ennþá, og það er fátt hægt að hugsa sér yndislegra. En ég skal ekki leyna því, að hann er dálítið erfiður. Við missum öðruhvoru skó í ginið á honum, og í gær var hann svo ósvífinn að rífa fóðrið af einum hæg- indastólnum okkar. Annars er hann nærri því í húsum hæf- ur núna, svo að við fjögur ætt- um að geta komið í veg fyrir að hann geri nokkuð af sér. Ég man núna að rottuhund- urinn ykkar er orðinn afgam- all og rólegur. Þið gætuð kann- ske lofað „Max“ að liggja í körfunni hans. Sé það ekki hægt, þá er ekki hundrað í hættunni, því að „Max“ þykir alveg eins gott að liggja í sófa. HEIMILISRITIÐ Það er auðvitað mjög mikil- vægt, að hundurinn hreyfi sig eitthvað á hverjum degi, en ég hef sagt við Lone, að þið Mog- ens hafið áreiðanlega ekkert á móti því að taka hundinn með á göngu, þegar við megum ekki vera að því. Það er ekki hægt að biðja hvern sem er um þetta, en mér finnst við þekkjast svo vel, að við skiljum hvert ann- að. Við búumst ekki við að vera nema fjóra daga hjá ykkur. En ef við verðum til óþæginda, þá megið þið til að segja okkur það hreinskilnislega. Við mun- um ekkert styggjast af því. Beztu kveðjur til þín og Mog- ens frá okkur báðum. Ykkar einlægur Jakob.“ „Kæri Jakob. Bréfið þitt kom í morgun, og mér finnst réttast að svara strax, áður en þið farið að láta niður í töskurnar. Okkur þykir það mjög leið- inlegt, en Oldens-hjónin hafa boðið okkur til sumarbústaðar- ins síns um þessa helgi. Við höf- um því miður þegar svarað boð- inu játandi, og við getum helzt ekki hætt við það núna — hversu mjög sem við vildum það — við höfum nefnilega oft 51

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.