Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 56

Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 56
Þegar eyjarbúinn réðist á Doyle, féll Joan um koll og fylgdist varla mcð því sem gerðist. En þegar hún hafði áttað sig, sá hún að hvíti maðurinn með skammbyssuna var Hilary Sterling. XIX Á ferð um nótt gegnum frumskóginn HILARY Sterling hélt skammbyssu sinni fast að andliti Doyles, og Joan sá hann hreyfa varirnar, cn heyrði ekki hvað hann sagði, vegna óveðursins. Doyle barðist um á hæl og hnakka og lét öllum illum látum, en hætti svo allri mótspyrnu, þegar hónum varð ljóst að hún myndi kosta hann lífið. Hann bærði því ckki á sér, meðan fylgdar- maður Sterlings batt hann á höndum og fótum. Joan uppgötvaði, að fylgdar- maðurinn var „brytinn" Ugi, sem hafði gengið um beina heima í Ulava. Þó að Doyle virtist ekki veita mótspyrnu, hrópaði hann þó eitthvað, sem ekki heyrðist vegna ofviðrisins. Joan horfði á þetta allt með starandi augnaráði og hélt annarri hendi fast um stólbak, til þess að geta staðið á fótunum, en hinni hendinni þrýsti hún að brjósti sér, sem gekk upp og niður. Hún gat ekki trúað því, að þetta væri veruleiki, heldur hlyti hún að sjá of- sjónir, svo óskiljanlegt þótti henni, að Hilary og Ugi skyldu geta brotizt gegnum torfærurnar kringum hús Doyles og inn í það, án þess verðirnir sæju þá, og enn fjarstæðukenndara fartnst henni, að þeir skyldu einmitt koma á þessu hræðílega og hættulega augnabliki. Það var ótrúlegt, en samt var hún viss um, að þessir tveir renn- votu menn voru ekki hugarfóstur hcnn- ar. Ugi var ekki nema andartak að binda Doyle, og er því var lokið tóku þeir Hilary og hann Doyle upp á milli sín og fleygðu honum upp í eina af kojunum. En meðan á þessu stóð, hafði veðrinu slotað svo, að nú var hægt að heyra hróp Doyles. „Taktu bara stelpuna þína! Eg hef átt hana í tvo daga! Taktu hana bara, þá .. .“ öskraði hann, en Hilary skellti lófanum á munn hans og skipaði Ugi eittlivað fyrir, en liann reif stykki af teppi og múlbatt Doyle með því. Ofviðrið tók til aftur með tvöföldum ofsa í sama bili og Hilary sneri sér að Joan. Andlit hans var öskugrátt og hörkulegt, og augun glömpuðu eins og fægt stál. „Reyndu að finna þér einhver föt til að fara í,“ hrópaði hann til hennar. „Þess þarf ekki veðursins vegna, en þú ert hálfnakin. Vertu fljót!“ Joan horfði úrræðalcysislega í kring- um sig, en kom þá auga á jakkann sinn, sem lá þar sem hún hafði kastað hon- um, þegar Doyle skipaði hcnni að fara úr honum. Hún fór í hann og tók þá eftir, að silkiskyrtan hennar var rifin að framan. Þrátt fyrir hinar hættulegu kringumstæður, sem þau voru stödd í, fann hún til undarlegra óþæginda við þessa athugasemd Hilarys. „Taktu þetta!“ hélt Hilary áfram og rétti henni skammbyssu Doyles. „En notaðu hana því aðeins að á okkur verði ráðizt. Haltu þér fast við handlegginn 54 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.