Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 58

Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 58
eftir. Hún reyndi að styðjast við trjá- stofn, en hneig ósjálfbjarga niður á jörð- ína, sem var eins og rennvotur mosa- bingur. Hilaiy beygði sig niður til að hjálpa henni á fætur, og Joan heyrði að hann sagði eittlivað, sent hún skildi ekki. Það var svo dimmt að hún gat ekki einu sinni greint ancllit hans þótt það væri aðeins örfáa sentimetra frá henni. Hilary gat ekki veitt henni aðra aðstoð, cn að styðja hana mcð armi sín- um, og hann tautaði eitthvað í vand- ræðum sínum. Joan var nú viss um, að hún myndi eiga skammt eftir ólifað, og hún hafði ekkert á móti því þó að svo væri. Það virtist heldur ekki ómaksins vert að berjast fyrir lífinu. En smám saman rann þessi sljóleiki og örvænting af henni. Hún fór að anda reglulega og reyndi að þurrka andlit sitt með hcnd- inni. Við þetta uppgötvaði hún, að hún hélt ennþá á skammbyssu Doyl- es. „Bezt að ljúka þcssu af nú,“ heyrð- ist hcnni fjarlæg rödd segja við sig, og ósjálfrátt bar hún byssuna að gagn- auga sínu og reyndi að lileypa af. En áður en hún gæti það, féll greui ofan á handlcgg hennar, og höggið lamaði hana svo, að hún missti skammbyssuna og bjargaðist^ þannig frá því að fremja sjálfsmorð. Greinin hitti einnig Hilary, sem við það missti tak sitt á Joan. Hún skjögraði að trjástofni og greip um hann til að halda sér uppréttri. „Hvar ertu, Joan?“ hrópaði Hilary, þegar hann var staðinn upp aftur, og í þetta sinn heyrði Joan til hans, því að storminn hafði skyndilega lægt. „Er nokkuð að þér, Joan? Joan — Joan — Joan! Halló — LJgi!“ „Hér, húsbóndi!“ heyrðist í Ugi. „Þú láta ljósið þitt ganga hér í kring.“ Hilary var alveg búinn að gleyma því, að hann hafði vasaljósker á sér, en þessi athugasemd Ugis minnti hann nú á það. Hann tók upp vasaljósið og lýsti í kringum sig. .Kom hann þá fljótlega auga á Joan, tók utan um hana til að styðja hana og lýsti framan í hið föla og rennvota andlit hennar. „Hefurðu meitt þig?“ spurði hann aftur með óttaslegnum málróm. „Nei, ekkert að ráði,“ stundi Joan með skjálfandi röddu. „En ég held ég getj ckki gengið Iengra. Skildu mig hér eftir. Ég get ekki meira. Láttu mig bara vera hér og deyja.“ „Vertu ekki með þessa vitleysu, hertu þig heldur upp!“ sagði Hilary ákveðinn. „Þú veizt vel að ég skil þig ekki eftir hér. Viltu kannske komast aftur til svarta Doyles?“ „Ég vildi bara að ég mætti deyja,“ stundi Joan. „Ég get ekki meira. Ég get ekki gengið eitt skref lengra." „Þá er ekki um annað að gera en að bera þig,“ sagði Hilary, eins og þetta væri afvcg sjálfsagður hlutur. „Við verð- um að komast eins langt í burtu frá húsi Doyles og við getum, meðan dimmt er. Okkur verður veitt eftirför í dögun, ef ekki fyrr. Við verðum að komast burtu af umráðasvæði óvinanna sem allra fyrst. Ugi hefur góða sjón og getur næstum séð í myrkri, og hon- ur er heldur ekki villugjarnt. Ofviðrið er sennilega gengið yfir, og það verð- ur ekki svo erfitt að komast áfram. Ég verð að leggja þig á bakið,“ hélt hann áfram. Hann rétti Ugi vasaljósið og gaf honurn einhverjar fyrirskipanir. 56 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.