Heimilisritið - 01.08.1951, Side 59

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 59
„Haltu höndunum vel um hálsinn á mér, svo skal ég bera' þig.“ Eftir nokkurt bis tókst honum að koma Joan upp á bak sér og bar hana eins og barn. „Ég vil heldur reyna, hvort ég get ekki gengið," mótmælti Joan veikri röddu. „Vitleysa, þú getur það ekki. Haltu þér bara fast,“ svaraði Hilary. „Gerðu þig eins létta og þú gemr. Gakktu svo á undan Ugi og lýstu niður fyrir fæt- urna á þér.“ Það varð að fara varlega, því að frum- skógurinn var þéttur og jarðvegurinn sumsstaðar gljúpur. Hilary hnaut hvað eftir annað, og oft varð hann að stanza til þess að losa sig eða Joan við þyrni- greinar, sem festust í fötum þeirra. Jo- an var alls ekki létt byrði og Hilary varð að kasta* mæðinni við og við, þrátt fyrir góða krafta. „Láttu mig bara niður, svo ætla ég að reyna að ganga sjálf,“ sagði Joan. „Ég hafði áðan svo mikinn svima, en nú cr ég miklu skárri.“ Án þess að svara nokkru sleppti Hil- ary henni og rétti úr sér. Augu þeirra höfðu smám saman vanizt myrkrinu. Ugi lýsti þeim einnig með vasaljósinu, og brátt urðu þau þess vísari að þau voru komin í dálítið rjóður. Það var hætt að rjgna, og Joan reyndi að vinda hár sitt og klæði, sem vom eins og klcsst að líkama hcnnar og hindruðu hreyfingar hennar. Hilary vatt vasa- klútinn sinn og reyndi að þurrka and- lit sitt og háls með honum. Svo vatt hann klútinn aftur og rétti Joan hann. Því næst sneri hann sér að Ugi og spurði hann einhvers. Ugi stóð með nefið upp í loftið og þefaði líkt og hundur. „Stormur og fjandans hávaði færa Ulava of mikið úr stað,“ tautaði hann og vildi þar með gafa ril kynna, að hann væri ekki alveg viss um í hvaða átt þau skyldu halda að þessu sinni. „Þú líta á kompásúr, það láta þig vita, húsbóndi." Sterling tók upp lírinn vasakompás, atlaugaði hann við birtuna af vasaljós- inu, leit upp í Ioftið og þefaði líkt og Ugi hafði gert, en benti svo með vasa- ljósinu, í þá átt, sem hann áleit að þau ættu að halda. Ugi kinkaði kolli og glotti, til merkis um að hann væri sam- þykkur honum, og enn héldu þau af stað inn í næturmyrkan frumskóginn. „Haltu fast í beltið mitt, Joan,“ sagði Hilary. Með því móti geturðu bæði stutt þig og haldið stefnunni. Held- urðu að þú getir nú gengið?“ „Já, það held ég,“ svaraði Joan og skammaðist sín, þrátt fyrir allt, fyrir ódugnað sinn. Hún beit saman tönnunum og herti upp hugann, en þetta var hræðileg ganga, og það varaði ekki lengi þang- að til Hilary heyrði á stunum hennar, að hún var að því komin að gefast upp. Hann stanzaði því og lyfti henni án frekari umsvifa á bak sér og hélt á- fram. Þctta var ákaflega erfitt ferðalag gegnum frumskóginn, og Hilary varð að stanza og hvíla sig hvað efrir annað. Loks bjarmaði fyrir nýjum degi, og Ugi, sem þurfti nú ekki lengur að vera einn um leiðsögnina, gat skipzt á við húsbónda sinn um að bera Joan, sem virtist vera orðin hálfmeðvitundarlaus HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.