Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 60

Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 60
Ofviðrið var algjörlega gengið yfir, en þegar sólin kom upp var frumskógur- inn líkastur tyrknesku baði, þegar fór að gufa upp af jarðvcginum og hita- beltisgróðrinum. Þau gengu eins og gegnum létta þoku, sem lyktaði af rotn- andi jurtagróðri. Það rnátti meira að segja merkja þreytu á sjálfum Ugi, eftir hið erfiða ferðalag. Hann varð að stanza við og við tjl að þurrka svitann' af enni sér. Þau voru cnn komin í dálítið rjóður og Ugi sat á hækjum sér og hvíldi sig. Skyndilega hrökk hann saman og rauk á fætur. „Svartir óvinir á eftir okkur, hús- bóndi,“ hvíslaði hann æstur. ,,Eg sjá þá milli runnanna." Hann hafði varla sleppt orðinu, þeg- ar skothljóð heyrðist og kúla lenti í trénu, sem Hilary hvíldist upp við. Hil- ary lét Joan samstundis leggjast flata, tók upp skammbyssu sína og skaut í áttina, sem skotið kom úr. Aftur hvein kúla rétt við höfuð hans, og skyndilega stukku, fram fimm villimenn, þrír vopnaðir spjótum og skjöldum, en tveir með gamaldags riffla, æddu að þeim Hilary og örguðu sem óðir væru. Hilary lét skotin dynja á villimönn- unum, meðan nokkuð var í skamm- byssunni, en heppnaðist aðeins að fella tvo þeirra. Á næsta andartaki geisaði þarna heiftúðugt návígi. Hilary laut niður til að verjast spjótsárás, brá fæti fyrir fjandmanninn, svo hann féll, og barði hann svo í hausinn með skamm- byssuskeptinu. En áður en hann hefði tíma til að rísa upp aftur, lagði annar hann spjóti í bakið og reiddi vopn sitt aftur til að gera út af við hann, en í sama bili hljóp Ugj til og hjó næstum handlegginn á villimanninum af, með hinum volduga hníf sínum. Hann hafði þegar unnið á einum árásarmanninum, áður en hann kom Hilary til hjálpar, en hann hafði einnig orðið fyrir áverkum. Sem betur fór hafði Hilary strax skotið til bana báða þá scm báru byss- ur, annars hefði bardaginn að líkind- um endað á annan hátt. Eins og nú stóðu sakir höfðu þeir Hilary og hinn fílefldi þjónn hans fellt eða drepið fimm óvini. Meðan á bardaganum stóð, hafði Jo- an bæði verið of hrædd og sljó til að hreyfa sig — og vegna þreytu og ó- teljandi geðshræringa áttaði hún sig varla á því, hvað um væri að vera. Hún lyfti nú höfði og sá Hilary liggja endi- langan, þvcrt yfir lík villimannsins, sem hann hafði seinast barizt við. Hann lá á grúfu og blóð seitlaði úr jakka hans á bakinu. Ugi stóð boginn yfir honum og það draup blóð úr koparlit- uðu andliti hans. Við þessa sýn komst Joan til fullrar meðvitundar og gleymdi alveg hinu aumlega ástandi sjálfrar sín. Með ang- istarópi, stökk hún á fætur, en hneig aftur niður og skreið á höndum og fót- um til Hilarys. „Hilary — Hilary — hafa þeir drepið þig?“ hrópaði hún í mikilli geðshrær- ingu, en varp öndinni léttara, þegar Hilary lyfti höfði og brölti svo varlega á hnén. Hann virtist ekki hafa heyrt, hvað hún sagðj og lét sem hann sæi hana ekki. „Varaðu þig Ugi!“ hrópaði liann og benti á villimanninn, sem Ugi hafði 58 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.