Heimilisritið - 01.08.1951, Side 61

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 61
sniðið handlegginn af. SærðÍ maðurinn hafði tekið spjótið í vinstri hönd, og var í þann veginn að skjóta því að Ugi, en hann kastaði sér samstundis til hlið- ar, og spjótið þaut framhjá honum í nokkurra sentimetra fjarlægð. Ugi tók undir sig stórt stökk, þvi' hinn særði óvinur lagði undir eins á flótta, er hann sá að spjótkastið misheppnaðist. Ugi náði honum rétt strax og lagði hnífi sínum í bak honum. Maðurinn rak upp óhugnanlegt hljóð, skjögraði nokkrum skrefum Iengra, en hneig síðan deyjandi niður. Hilary hrópaði eitthvað til Ugis, sem strax sneri sér við. Hann var í vígahug, ranghvolfdi augunum og það skein í hvítar tennurnar, en hann róaðist brátt og kom húsbónda sínum til aðstoðar. ,,Ég hef fengið áverka í bakið, en ég hcld að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Hilary. Hann rétti úr sér með erf- iðismunum og andaði djúpt til að vita hvort lungun störfuðu eðlilega. „Ég held að spjótslagið hafi lent á leðurbelt- inu mínu og geigað, svo að það hafi aðeins skrapað húðina af síðunni. Hvernjg líður þér Joan? Þú hefur von- andi ekki orðið fyrir neinu?“ „Nei, ég varð ekki fyrir neinu,“ svar- aðj Joan, stynjandi af máttleysi og geðs- hræringu. „Lofaðu mér að reyna að binda um sár þitt, Hilary?“ „Nei, cigðu ekkert við það,“ sagði Hilary. „Þú gætir vel óhreinkað það.“ Þetta var náttúrleg og rökrétt athuga- semd, því að hendur Joan, eins og sjálfs hans, voru útataðar í for úr jarðvegin- um, og hann vissi af reynslu, hve eitr- uð þesskonar for var og hvað af því gæti hlotizt, ef hún kæmi í opið sár. Það þurfti svo afar lítið til að fá blóð- citrun á þessum slóðum. En athugasemnd hans féll Joan eigi að síður þungt. Hún hljómaði næstum eins og móðgun, og hún beit á vörina eins og hann hcfði lostið hana kinn- hest. / „Skyrtan mín og jakkinn þurrka upp blóðið, og sárið cr víst bara skráma.“ hélt Hilary áfram. Svo sneri hann sér að Ugi og spurði hann nokkurra spurn- inga á máli eyjarskeggja. „Við verðum að reyna að komast scm fyrst áfram,“ bættj hann við. „Þessir fimm náungar eru vafalaust framsveitir svarta Doyles, sem hafa átt að inna af höndum njósn- arastörf, og sennilega kemur stærri hóp- ur í kjölfar þeirra, hópur, sem okkur tekst ekki að sigra. Við verðum að stefna stytztu leið til Ulava, Ugi, og við „verðum að skiptast á að bcra hvíta gifta kona. Við megum engan tíma missa. Það getur oltið á mínútum, hvort við komumst af cða ekki.“ „Látið mig verða hér eftir og reynið að bjarga ykkur cftir beztu getu,“ sagði Joan. „Ég get ekki gengið og ég óska ckki eftir að koma aftur til Ulava. Hvaða erindi á ég þangað? Ég vil miklu heldur deyja. Látið mig vera hér,“ stundi hún vonleysislega. Hilary horfði hvasst á hana og brosti biturlega. AndHt hans var óþekkjanlegt. Það var atað for úr leðjunni, sem það hafði lcgið í, cftir að hann fékk spjóts- lagið, og það var auðséð, að hann hafði kvalir í sárinu. En þrátt fyrir þetta héldu augun hinum stálgráa glampa sínum, og í svip hans mátti sjá, að hann myndi framkvæma það, sem hann hafðj ætlað sér, þrátt fyrir allar hindr- HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.