Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 62

Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 62
anir, hvort sem þær stöfuðu frá frunr- skóginum eða svarta Doyle. „Ég hcld samt að þú verðir að reyna að fylgjast með okkur alla leið, eftir að ég hef lagt svona mikið í hættu til að sækja þig,“ sagði hann með kímni í röddinni, þótt hann gæti ekki dulið það til fulls, að hann var dálítið skjálfradd- aður. „Vertu nú ekki að þessum kjána- skap, Joan! Ef ég sinnti þessari heimskulegu uppástungu þinni og skildi þig hér eftir, myndir þú verða högg- in niður af fyrsta villimanninum, sem rækist á þig, og sennilega etin á eftir.“ „Mér er alveg sama,“ sagði Joan al- vcl utan við sig. „Ég tek dauðann langt fram yfir þetta víti.“ „Komdu nú og vertu ekki með þessa vitleysu," svaraði Hilary. „Haltu fast í mig og ég skal hjálpa þér eftir beztu getu. Því miður get ég víst ekki bor- ið þig á bakinu, en Ugi getur kannske borið þjg öðru hverju, ef sárið, sem hann hefur á höfðinu, hættir einlivern- tíma að blæða. Ég veit að þú ert úr- vinda af þreytu, en þú vcrður að reyna að herða þig upp, Joan. Þú mátt ekki gefast upp nú, þegar við crum komin svona langt áleiðis. Komdu, við megum engan tíma missa.“ Hann hjálpaði Joan á fætur, meðan hann hélt þessa uppörvunartölu yfir hcnni. Ugi tók aftur forustuna, en þeg- ar þau voru komin út úr rjóðrinu, bað hann þau um að bíða lítið eitt og hljóp til baka. Fáum mínútum eftir kom hann í ljós og var þá í óða önn að þerra blóð af liníf sínum. Blóðstorkið andlit hans var eitt bros. Hilary spurði hann hvað hann hefðj verið að gera, en hann svar- aði því engu, og Hilary endurtók ekki spurningu sína. Hann vissi, að Ugi hafði snúið við til að gera útaf við þann innfædda, er aðeins hafðj rotazt við höggið, sem Hilary hafði veitt honum með byssuskefti sínu, og hann hafði sterkan grun um, að Ugi hefði einnig notað tækifærið til að afhöfða hina, en slíkt var föst regla hjá þeim innfæddu, er þeir höfðu drepið óvin sinn. Enn héldu þau af stað gegnum frum- skóginn, en það varð erfiðara og erfið- ara fyrir Joan og Hilary að standa á fót- unum. Joan var uppgefin eftjr allt það, sem hún hafði orðið að þola undanfar- in dægur, og Hilary var bæði þreyttur eftir ferðalagið frá Ulava til bústaðar Doyles og þaðan aftur, og síðast en ekki sízt vegna blóðmissis. Sá svarti gekk á undan og varð oft að nota hníf sinn tjl að brjóta þeim leið gegnum vafningsviðarflækjur og aðrar tálmanir. Við og við stanzaði hann, horfði upp í loftið, þefaði í allar áttir og hlustaði. Allt í einu hneig Hilary niður og gat ekki með. nokkru móti staðið á fætur aftur, svo máttfarinn var hann eftir blóðmissinn. „Bölvað veri það, en ég get ekki gengið lengra,“ sagði hann og stundi. Það var óhugnanlegt að sjá, hvað hann leit illa út. „Haltu áfram með Ugi, Joan, svo getið þið sent mér hjálp seinna. Það getur ekki orðið Iangt að bíða, þangað til þið hittið eitthvað af mönnum mínum. Ég skipaði höfðingj- anum að senda herflokk af stað, og við hljótum að mæta þeim bráðlega. Farðu bara, Joan. Það er ekki til neins gagns að við förumst öll þrjú. Þið getið líka hjálpað mér bezt á þann hátt.“ „Ég verð hér og tek því sem að hönd- 60 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.