Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 8
Stóriðjuhöldur vísar veginn til sannrar
hamingju og Velgengni
Lærið csð höndla mestu
verðmæti lífsins
Utdráttur úr leikmannsprédikun, sem Henry J. Kaiser hélt
í Marble Collegiutc-kirkjunni í New York
L
HVERNIG varðveitir maður
lífsþrótt sinn, þegar árin færast
yfir? Hvernig umflýr maður að
verða í raun og veru gamall?
Með því að' halda sér ungum í
hugsun, ungum í djarflegu hug-
arflugi, hreinum og frískum í
hjarta, sál og sinni. Iieyndar-
dóminn við að fá hlutdeild í
mestu verðmætum lífsins —
velgengni og mannlegri ham-
ingju — má eftir minni reynslu
orða í 4, einföldum lífsreglum.
1. Gerðu þér Ijóst, hvers þú
óskar fyrst og fremst af lífinu.
Settu þér markmið, skrifaðu þau
niður og semdu áœtlun um,
hvernig þú hyggst ná þeim.
Flestir lifa lífinu, án þess að
gera sér ljósa grein fyrir mark-
miði þess. Við rannsókn hefur
komið í ljós, að níu af hverjum
tíu höfðu enga aætlun í Hfi sínu.
Flestir taka þau verkefni, sem
6
Síðan Henry J. Kaiser, þráttán ára
gamall, fór að heiman til að vinna
fyrir sér, hefur hann varið lífi sínu
til að vinna og þjóna öðrum. Vel
þekkt er hið einstæða framlag í styrj-
öldinni, )>egar hann byggði skip —
hin svonefndu Liberty- og Vietory-
ski]> — á broti af þeim tíma, sem það
tók áður. Meðal hinna mörgu iðju-
\’era, sem hann á nú, er stór stál-
verksmiðja í Kaliforniu og Kaiser-
Fraserbílaverksmiðjurnar.
bjóð'ast af sjálfu sér, og láta til-
viljunina ráða allt. of miklu.
Þá skortir þá ratvísi, sem er
nauðsynleg til að halda ákveð-
inni stefnu.
Gamall, grískur heimspeking-
ur gaf meðbræðrum sínum þetta
ráð: „Þekktu sjálfan þig“. Það
er að segja: Ivannaðu sjálfan þig,
liæfileika þína, persónuleika
þinn, innstu tilhneigingar þínar;
gerðu þér ljóst, hvað þú getur
gert og langar til að gera. Þekktu
HEIMILISRITIÐ