Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 56

Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 56
um innfæddum, scm ég áleit sérstaklega kjarkmikla. Samtímis skipaði ég höfð- ingjanum að senda flokk sinna manna inn í frumskóginn, og áttu þeir að sækja fram að landsvæði óvinanna. Af tilviljun mættum við Howes á leið okk- ar. Við komum honum og tveim fylgd- armönnum hans á óvart, þar sem þeir hvíldust. Howes bauðst til að segja mér frá dvalarstað þínum, gegn því að ég þyrmdi lífi har>s, og þannig komst ég að raun um, að þú værir í frum- skógarvirki svarta Doyles. Ég afvopn- aði Howes og sendi hann hingað í gæzlu Ktiku og annars hinna innfæddu, með fyrirskipun um að þorparans skyldi gætt, þangað til ég kæmi aftur.“ Hilary þagnaði og tróð vandvirknis- lega í pípu sína. ,,Og svo hélztu áfram, ásamt Ugi og hinum fylgdarmanninum?" spurði Jo- an óþolinmóð eftir að heyra meira. ,,Já, það var nú næstum ofdirfska," svaraði Hilary hugsandi og tottaði á- kaft pípu sína. „Jæja, en þetta gekk samt. Það heppnaðist að gera skyndi- árás, og það er mcst ofviðrinu og hin- um trausta Ugi að þakka.“ ,,En hvernig fórstu að því að komast gegnum hliðið á stauragirðingunni?“ spurði Joan óþolinmóð. „Doyle lét gæta þess vandlega. Það voru vopnaðir verð- ir við hliðið og margir menn á verði kringum húsið.“ „Jú, eins og ég sagði áðan, kom of- viðrið okkur til hjálpar,“ svaraði Hilary. „Þeir innfæddu eru venjulega hrædd- ir í þrumuveðri, að minnsta kosti flest- ir þeirra. Vörðurinn við hliðið var ber- sýnilega ekki í þeirra hópi, því að hann var kyrr á sínum stað og skaut, strax og hann kom auga á okkur, en það var að kenna eldingu, sem lýsti okkur upp. Hann sá að ég, Wadi og Ugi komum æðandi að honum og þá skaut hann. Wadi féll. Samstundis skaut ég vörðinn til bana, og þegar við komum fast að hliðinu, sálgaði Ugi öðrum í viðbót, sem sjálfsagt hefur skundað á vettvang vcgna hávaðans. Ugi stakk hann með hnífi sínum.“ Hilary þagnaði meðan hann sló ösk- una úr pípu sinni og hélt síðan áfram frásögn sinni. „Við hittum svo enga fleiri, fyrr en við ruddumst inn úr dyrunum og trufl- uðum ástaratlot þín við svarta Doyle," sagði hann og horfði hvasst á Joan, sem fann að hún blóðroðnaði. „Af hverju ályktarðu, að það hafi verið ástaratlot, scm þú truflaðir?“ spurði Joan og gerði sér far um að segja þetta í meinyrtum tón. „Ég vcit að vísu, að þú hefur sérkennilegar hug- myndir um ást, en það væri samt gam- an að fá að heyra, hvers vegna þú nefn- ir þetta blíðuhót." „Það getur vel verið að það sé ekki réttnefni," svaraði Hilary rólega. „En maður myndar sér samt ósjálfrátt sín- ar eigin skoðanir um þesskonar, þegar maður sér hálfnakta konu með hendur um háls karlmanns og virðist vera svo upptekin eða hrifin, að hún hefur ekki einu sinni veitt því athygli, að úti fyr- ir geisar hitabeltisofviðri. Ástaratlot cr ef til vill ekki rétta orðið yfir þetta, en áreiðanlega það hæverskasta, sem hægt er að nota. Vel líklcgt að truflun sú, sem ég olli, hafi ve'nð mjög óvelkomin. Þegar Howes sagði mér, að þú óskaðir ekki eftir að koma aftur til mín og að 54 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.