Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 18
„Ilvers vegna?“ spurði ég. „Af því ég rannsakaði gisti- húsgarðinn ýtarlega í gær, og þá fann ég greinilega spor eftir ein- hvern, sem nýlega hafði gengið að trénu. Eg rakti sporin að þéttum runna við garð ofurst- ans, og ég sá líka, að einhver hefði nýlega ruðzt gegnum runn- ann“. Við gengum nú inn um opnar dyrnar, án þess að hringja, og byrjuðum eftirgrennslanir okk- ar. Á tveim neðri hæð'unum fund- um við ekkert, sem réttlætti grun vinar míns, en á þakhæð- inni var fyrsta hurðin læst. „Halló“, sagði Wynd og tók dýrkara upp úr vasa sínum og tókst brátt að opna. Við komum inn í herbergi, sem einna helzt minnti á ruslaskonsu, en í einu horninu stóð rúm, og í því lá maður endilangur, að því er virtist steinsofandi. Við hörfuð- um undrandi nokkur skref aft- ur á bak, svo undrandi urðum við að' finna nokkurn í læstu herberginu, en þegar við gáðum betur að, sáum við, að þetta var ekki annað en trélíkneski, sem á sínum tíma hafði auðsjáanlega verið notað sem stafnslíkan á skipi. „Þetta er dálítið undarlegt“, sagði Wynd og gekk að rúminu og starði á líkanið. „Til hvaða þorparabragða skyldi það nú vera notað?“ Þegar ég nálgaðist rúmið, fannst mér sem ég greindi dauf- an þef — þann sama, sem ég hafði fundið í herbergi nr. 90 morguninn eftir morðið, en ég fékk ekki tíma til að hugleiða það nánar, því Wynd tók til máls: „Sjáðu“, sagði hann. „Líkan- ið' hefur króka undir herðunum og einn í hnakkanum, livað skyldi það eiga að þýða? Ekki hafa þeir verið notaðir til að festa það við skipið, til þess eru þeir ekki nógu sterkir“. „Já, og af hverju er það lát- ið liggja í rúminu?“, spurði ég; en hvorugur okkar gat svarað þeirri spurningu. Beint uppi yfir líkaninu var lítill krókur í loft- inu, og hjá rúminu fann Wynd gamla, slitna náttskyrtu. Líkan- ið var nakið, og efri hluti þess var úr tré, en neðri hlutinn var polci, troðinn út með hálmi. Andlitið var óhugnanlega star- andi, víða var málningin máð af og um hálsinn var far, eins og eftir reipi, sem líkcanið hefði verið dregið með. Á meðal ann- arra hluta, sem við fundum þarna, voru nokkrir kvenskór, sem virtust hafa verið notaðir nýlega, því þeir voru ekki ryk- fallnir eins og aðrir hlutir þarna inni. 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.