Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 15
villast, hún hafði verið kyrkt. Við Wynd bárum strax ung- frú Lee inn 'í herbergi hennar, sem lá við hliðina á herbergi frænkunnar, og eftir nokkra stund tókst okkur að vekja hana til meðvitunar. En hún gat eng- ar upplýsingar veitt okkur um, hvernig frænka hennar hefði verið myrt, og við flýttum okk- ur því aftur inn í nr. 90 til þess að finna einhverjar vísbending- ar um morgingjann, ef hægt væri, áður en lögreglan kæmi og innsiglaði dyrnar. „Eg sé hvergi gimsteina eða úr ungfrú Patters“, sagði Wynd og litaðist um. „Hér er um rán- morð að ræða, og sjáðu — hérna er morðtækið“. Hann laut niðiir og tók upp brúnan kaðalspotta af gólfinu. „En nú er spurning- in“, hélt liann áfram, „hvernig hefur morðinginn komizt hing- að inn; því ég veit, að ung-frú Patter gætti þess vel að læsa dyrunum, áður en hún háttaði. Við skulum líta á gluggann“. Þetta var gluggi, sem hægt var að draga upp. Hann var nú niðri, en ekki hespaður, en það skipti ekki máli, þar eð' hann var að minnsta kosti tuttugu álnir frá jörðu. Eg leit út um glugg- ann. Milli greinanna á stóru val- hnetutré, sem óx í garðinum, sást skorsteinninn á húsi ofurst- ans. „Einungis köttur eða íkorni hefði getað komizt hér inn“, sagði vinur minn hugsandi — „ja, ekki einu sinni köttur, því hér er ekki svo mikið sem þak- renna að klifra upp. Tréð, segir þú? Það er of langt frá. Eng- inn maður gæti stokkið úr því inn um gluggann. Halló, hvað er nú þetta?“ Hann starði á glugga- sylluna. Hún hafði nýlega verið máluð, og að vísu var málning- in orðin þurr, en hún hafði dign- að af sólarhitanum. Hún var jöfn og hrein — en á þrem stöð- um voru blettir. Tveir blettanna voru án greinilegra ummerkja, en sá þriðji líktist áberandi fari eftir kvenskó. Onriur merki var okkur því miður ómögulegt að uppgötva, nema ef vera skyldi undarlegur þefur, sem ég fann hingað og þangað um herbergið. En hann gat stafað’ af ilmefni, sem ungfrú Patter hafði notað, og ég varð hans var einungis vegna þess, að ég er sérstaklega lyktnæmur; Wynd fann enga lykt. Við fundum sem sagt engin spor eftir glæpamanninn, og lög- reglan, sem byrjaði eftirgrennsl- anir sínar sama dag, var engu heppnari. Skömmu síðar fór ég frá Harrogate til London og ég var ekkert hissa, þegar ég las í blöðunum í október, að hr. N. Wynd hefði gengið að eiga ung- frú Margréti Lee. HEIMILISRITIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.