Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 52

Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 52
væntingarfulla baráttu dýrsins fyrir lífinu, og harin sá fyrir hugskotssjónum sínum, að hið sama myndi bíða allra annarra dýra í vatninu, og að þau myndu hvert af öðru láta lífið á þennan hryllilega hátt. Hann reyndi að hrópa: „Nei, þú mátt ekki —“ en það varð ekki ann- að en hást hvískur. Svo gekk hann til Jims og tók upp gildruna, sem bróðir hans hafði fleygt frá sér, og stökk ofsalega á hann og sló hann 1 bakið með henni. Jim sneri sér eldsnöggt við. „Hvern fjandann á þetta að þýða?“ hrópaði hann. Donald tók með báðum hönd- um um gildruna og slöngvaði henni að bróður sínum. Hún hitti hann á gagnaugað, og Jim féll. Hann rann niður í vatnið, en höfuð og herðar lágu uppi á bakkanum. Donald laut skjálfandi yfir hann. Hann hafði misst gildruna úr hönd- unum. Hann var raunar fremur hissa en skelfdur af að sjá Jim, sem lá hreyfingarlaus við fætur hans. Nokkrar bólur stigu enn upp á yfirborðið, og hann laut áfram og tók bísamrottuna upp úr vatninu. Svo kraup hann niður hjá hálfdrukknuðu dýr- inu og losaði fótinn á því. Bís- amrottan lá eitt andartak kyrr, en svo skreiddist hún út í vatn- ið og Donald sá hana synda þreytulega meðfram vatnsbakk- anum. Hann heyrði þrusk bak við sig og sneri sér við. Jim var setztur upp og neri kúluna, sem hann hafði fengið á gagn- augað. Og svo stóð hann upp, og Donald stóð frammi fyrir honum í óttafullri eftirvænt- ingu. En það var nánast virð- ingarsvipur á andliti Jims. „Það verð ég að segja, að ég hefði aldrei trúað, að þú gæt- ir orðið svona ofsafenginn!11 sagði hann. Svo beygði hann sig og tók upp gildruna, sem hann hafði verið barinn með, og virti hana fyrir sér. Svo t'ók hann hina gildruna upp og horfði á hár- tætlurnar og storknað blóðið á stáltöngunum og sagði: „Ég vissi ekki, að þú tækir þessu svona — með vatnið þitt! En ég skal finna upp á ein- hverju öðru til að vinna mér inn peninga, Don. Þú þarft ekki að vera hræddur. Ég skal ekki setja gildrur hér, ef þú vilt það ekki.“ Hann neri kúluna hægt, og móðurinn rann af Donald. Hann dró djúpt andann. Hann var alveg ruglaður. Hann vissi ekki hvernig þessu var varið, en hann skildi þó, að nú hefði (NiSurl. neðst á nœstu slSu). 50 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.