Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 25
tvisvar um, áður cn hann breytir til frá því sem nú er.
GLAS. — Það boðar giftingu að dreyma, að maður taki við vatnsglasi og
drekki úr því; ennfremur glas með víni eða vínflösku. Að brjót-a
glas í draumi er fyrir vondu. (Sjá Glerílát).
GLEÐI. — Stundum getur það boðað hið gagnstæða, að vera glaður í
draumi, en oft er slíkur draumur fyrir góðu heilsufari og arfi. Hjóna-
efnum er þessi draumur ávallt fyrir hamingju. Gleði í draumi er
líka oft fyrir gleði í vöku, en aldrei af sömu ástæðu og mann dreym-
ir að gleðin orsakist.
GLER. — Ef þig dreyntir að þú sért að horfa í gegnum gler merkir það,
að elskhugi þinn, eiginkona eða eiginmaður sé þér ótrú(r). Finnist
þér að gleraugun þín séu brotin, muntu verða fyrir einhverri geðs-
hræringu. Ef þú notar ekki gleraugu, en dreymir að þú sért með
þau, er það fyrir herfilegum misskilningi. Brjóta gluggarúðu: þján-
ingar af völdum einhvers sem þú elskar.
GLERAUGU. — Sjá Gler.
GLERÍLÁT í draumi boða ósamkomulag, ef þau eru brotin eða sprung-
in. Stundum eru þau talin merkja kvenfólk, einkum ef um flöskur
er að ræða. (Sjá Glas).
GLEYM-MÉR-EI. — Að dreyma þctta litla blóm táknar það, að dreym-
andinn hefur unnið vinsældir og virðingu fjölda manna.
GLÍMA. — Það er slæmur fyrirboði fyrir konu, ef hana dreymir að hún
sé að glíma cða fljúgast á við eiginmann sinn. Hún er dæmd til
þess að valda sér og honum örðugleikum, jafnvel óvirðingu. Dreymi
karlmann að hann glími við annan, á hann að verða fyrir öfund þess
er hann glímir við.
GLUGGATJALD. — Ef þig dreymir að þú sért að draga tjald fyrir glugga,
máttu búast við því að eitthvað óvænt og óæskilegt gerist, eink-
um í ástamálum. Finnist þér þú vera að hengja upp gluggatjöld get-
ur það vcrið fyrir dauðsfalli.
GLUGGI. — Ef þig dreymir, að þú sért að horfa í gegnum glugga, eink-
um ef hann er óhreinn, merkir það að þú verður fyrir miklum rógi
og baknagi, sem bakar þér mikla erfiðleika og jafnvel tjón. Opinn
gluggi boðar oft feigð einhvers í viðkomandi húsi, einkum ef hann er
brotinn eða skemmdur. Hann getur líka boðað svik og fláttskap.
Að loka glugga er fyrir því, að áform manns misheppnast.
GOÐ. — Sjá SkurðgoS.
GÓÐGJÖRÐASTOFNUN. — Það er lánsmerki fyrir þig, ef þig dreym-
ir um einhverja góðgjörðastofnun, einkum ef þú ert að leggja henni
liðsinni.
GÓLF. — Ef þig dreymir að þú sért að þvo gólf, mun þér bráðlega boðið
í skemmtilegt samkvæmi, og endurnýja þar gamlan kunningsskap.
Sjá brotið, brunnið eða fúið gólf táknar oft veikindi.
JÍJEIMILISRITIÐ
23