Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 61
,,Þér megið ekki láta hann gera það,
frú,“ sagði hann biðjandi. ,,Ég hef gert
allt, sem ég hef getað fyrir yður. Ég
myndi aldrei hafa skert eitt hár á höfði
yðar. Hugsið líka út í það, að þér eigið
mér að þakka að þér eruð komnar hing-
að aftur."
„Ég get nú ekki fundið, að það sé
neitr, sem ég þarf að vera þakklát fyr-
ir,“ sagði Joan og fann að Hilary horfði
á hana. „Ég heyri að þér hafið framið
marga glæpi, en hvaða glæpi, sem þér
kunnið að hafa framið, hafið þér senni-
lega aldrei talið konu trú um, að þér
væruð ástfanginn af henni og gert hana
ógæfusama á eftir. Þann glæp hafið þér
sjálfsagt ekki framið, eða er það?“
„Nej, kæra frú, það get ég svarið við
guð í himninum að ég hef aldrei gert,“
sagði Howes og skddi hvorki upp né
niður, en fullyrti þetta af mikilli ákefð.
„Ég hef aldrei gert lukku hjá kven-
fólki og ég skil ekki vel, hvað þér eigið
við með þessu, scm þér sögðuð. En seg-
ið nú við hann, ég meina Sterling, að
hann skuli lofa mér að fara, og ég skal
aldrei vera yður til ama. Yður er líka
óhætt að treysta því, að ég skal sjá um
að svarti Doyle ónáði yður ekki fram-
(<
ar.
Þrátt fyrir allt kenndi Joan í brjósti
um manninn, og hún leit framan í
Sterling, cn gat ekkert Iesið úr svip
hans.
„Láttu hann fara, Hilary,“ sagði hún.
„Hvað græðir þú á að afhenda hann
yfirvöldunum? Þú gleymir víst að þú
hefur líka brotið lögin.“
„Brotið lögin?" endurtók Hilary og
hló. „Nei, fullnægt réttlætinu. Eigi að
síður, ef þú biður mig um að láta How-
es sleppa, skal ég gcra það með því
skilyrði að.....“
„Biðjið hann um það, ungfrú!" tók
Howes fram í fyrir honum í bænarrómi
og kastaði sér á hné fyrir Joan, sem
mótmælti óttaslegin, þegar Ugi ógnaði
honum með hnífi 'sínum.
„Ég bið þig um það Hilary," sagði
hún. „Lofaðu manninum að fara.“
„Eins og þú vilt,“ sagði Hilary eftir
dálitla þögn og yppti öxlum. „Gott og
vel, Howes, þér eruð frjáls og getið snú-
ið aftur til glæpafélaga yðar, og ég
vona að þér efnið loforð yðar og sjáið
fyrir svarta Doyle. Ugi, þú láta hvíta
náungann, fara og ekki gera honum
neitt mein.“
Hann bætti við einhverju á máli eyj-
arskeggja, og Ugi blés út gúlann, auð-
sjáanlega mjög vonsvikinn, en Kellock
Howes flýtti sér að rísa á fætur.
„Þakka yður fyrir, ungfrú, margfald-
ar þakkir, herra,“ sagði þorparinn. „Ég
vissi að yður myndi farast vel við hvít-
an mann og gera mér ekki neitt, eftir
allt sem ég hef gert fyrir yður. Og ég
heiti yður því við drengskap minn sem
Englendings, ég á við sem amerísks
borgara, að ég skal svei mér sjá um að
svarti Doyle fái makleg málagjöld.
Hann skal ekki pretta mig fyrir ekki
neitt. En þér gætuð nú víst ekki lánað
mér föt, Sterling, ef ég má spyrja? Og
ef þér gætuð gefið mér hressingu og
eina eða tvær sígarettur, myndi ég vera
yður mjög þakklátur."
XXI
„Fyrirg-efðu mér!“
EFTIR að Howes hafði rakað sig og
þvegið og klæðst nýjum fötum, sem
HEIMILISRITIÐ
59