Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 6
Ég hrópa, hvers vegna sit ég hér? Ég heimta svar. Strax. — Og hvað-------- Tónarnir breytast. Þeir fá líf, birtu, gleði. Ég sit á þilfari á stóru skipi. Það er margt um manninn. Mikill söngur, gleð- skapur. Skipið leggst að hafnar- bakka. Ég geng í land. Enginn tekur á móti mér. Enginn veit, að ég er kominn heim. Ég ætla að koma konunni inni á óvart. Ég geng hratt. Ég er glaður. Glaður yfir þeirri gleði, sem muni grípa konuna mína. — Tónamir verða seiðandi, tælandi------ Hvaðan koma þessir seiðtón- ar? Ég stanza ringlaður. Ég geng á móti þessum tónum, ó- sjálfrátt, hikandi. Ég geng inn um hringdyr, stend í forsal. Ég sé inn í stóran sal, fullan af prúðbúnu fólki. — En hvað er þetta? Seiðandi tónarnir hverfa. í stað þeirra koma tónar, sem vekja undrun, en síðan nísta þeir, nísta sál mína. — Ég sé konuna mína. — Hún situr hjá einkennisklæddum karlmanni. Hún er í brúðar- kjólnum sínum. Hvítum, síðum kjól með þrem rauðum rósum á barminum. Rósir, sem ég hef gefið henni. Rósir, sem hafa talað máli mínu. — Ég elska þig- — Hún sér mig ekki. En ég sé hana. Guð minn góður. Eru þetta ekki ofsjónir? Nei, það er! Þetta er konan mín. Ég sný mér við, ráfa út í blindni. Eitt- hvað í líkama mínum stingur mig. Það blæðir. En ég sé ekk- ert blóð. Ég þreifa eftir því. En ég finn það ekki. En það held- ur áfram að blæða. Það streymir. — Ég geng — geng — skríð á- fram. Þreifa fyrir mér. Ég rekst á eitthvað. Ég þekki, að það eru dyrnar að húsinu mínu. Ég tek upp lykil. Opna. Geng inn í forstofuna. Tek af mér hattinn, frakkann. Kvalirnar, sálarkval- irnar, eru að gera út af við mig. — Nýir tónar bætast við á- samt þessum nístandi tónum, fyrst lágir, en hækka er ég tek í handfang stofuhurðarinnar. — Á miðju gólfi stendur konan mín. í hvíta brúðarkjólnum sín- um með rauðu rósunum. Hún er föl. Veit sig seka. Hún réttir fram hendurnar. Varir hennar ætla að mæla. Ætla að ljúga. — Nýju tónarnir hækka, stíga. Þeir eru kaldir, harðir, æðis- legir, grimmdarlegir. Það heyr- ist skothvellur. Ég stend með rjúkandi skammbyssu í hægri hendi. En á miðju gólfi liggur eitthvað hvítt. Rauðu rósimar eru eins og þrír stórir blóðdrop- ar. Ég geng nokkur skref inn gólfið. Tónarnir hamast enn. 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.