Heimilisritið - 01.09.1951, Side 6
Ég hrópa, hvers vegna sit ég
hér? Ég heimta svar. Strax.
— Og hvað--------
Tónarnir breytast. Þeir fá líf,
birtu, gleði. Ég sit á þilfari á
stóru skipi. Það er margt um
manninn. Mikill söngur, gleð-
skapur. Skipið leggst að hafnar-
bakka. Ég geng í land. Enginn
tekur á móti mér. Enginn veit,
að ég er kominn heim. Ég ætla
að koma konunni inni á óvart.
Ég geng hratt. Ég er glaður.
Glaður yfir þeirri gleði, sem
muni grípa konuna mína.
— Tónamir verða seiðandi,
tælandi------
Hvaðan koma þessir seiðtón-
ar? Ég stanza ringlaður. Ég
geng á móti þessum tónum, ó-
sjálfrátt, hikandi. Ég geng inn
um hringdyr, stend í forsal. Ég
sé inn í stóran sal, fullan af
prúðbúnu fólki.
— En hvað er þetta? Seiðandi
tónarnir hverfa. í stað þeirra
koma tónar, sem vekja undrun,
en síðan nísta þeir, nísta sál
mína. —
Ég sé konuna mína. — Hún
situr hjá einkennisklæddum
karlmanni. Hún er í brúðar-
kjólnum sínum. Hvítum, síðum
kjól með þrem rauðum rósum á
barminum. Rósir, sem ég hef
gefið henni. Rósir, sem hafa
talað máli mínu. — Ég elska
þig- —
Hún sér mig ekki. En ég sé
hana. Guð minn góður. Eru
þetta ekki ofsjónir? Nei, það
er! Þetta er konan mín. Ég sný
mér við, ráfa út í blindni. Eitt-
hvað í líkama mínum stingur
mig. Það blæðir. En ég sé ekk-
ert blóð. Ég þreifa eftir því. En
ég finn það ekki. En það held-
ur áfram að blæða. Það streymir.
— Ég geng — geng — skríð á-
fram. Þreifa fyrir mér. Ég rekst
á eitthvað. Ég þekki, að það eru
dyrnar að húsinu mínu. Ég tek
upp lykil. Opna. Geng inn í
forstofuna. Tek af mér hattinn,
frakkann. Kvalirnar, sálarkval-
irnar, eru að gera út af við mig.
— Nýir tónar bætast við á-
samt þessum nístandi tónum,
fyrst lágir, en hækka er ég tek
í handfang stofuhurðarinnar. —
Á miðju gólfi stendur konan
mín. í hvíta brúðarkjólnum sín-
um með rauðu rósunum. Hún
er föl. Veit sig seka. Hún réttir
fram hendurnar. Varir hennar
ætla að mæla. Ætla að ljúga. —
Nýju tónarnir hækka, stíga.
Þeir eru kaldir, harðir, æðis-
legir, grimmdarlegir. Það heyr-
ist skothvellur. Ég stend með
rjúkandi skammbyssu í hægri
hendi. En á miðju gólfi liggur
eitthvað hvítt. Rauðu rósimar
eru eins og þrír stórir blóðdrop-
ar. Ég geng nokkur skref inn
gólfið. Tónarnir hamast enn.
4
HEIMILISRITIÐ