Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 30
Hann leit á hana mállaus. Bros hennar gufaði upp. „Leiðist yður ég?“ „Hættið, fyrir alla muni,“ sagði Lew og leit undan. „Jæja, af hverju voruð þér þá að standa hér “ sagði hún rámri röddu. Lew leit tryllingslega á hana, og svo sneri hann sér við og flúði inn í veitingastofuna og bað um glas af gosdrykk við barinn, og það liðu nokkrar mínútur áður en hendur hans hættu að skjálfa. Þær vildu blátt áfram ekki lofa honum að horfa, það var allt og sumt. Það var þó svo lítið, sem hann fór fram á. — Hann dró djúpt andann. Hann hafði ekki séð stúlkuna, sem sat skáhallt andspænis honum til hægri við barinn. Grískt andlitsfallið og gullið hár hátt upp frá enninu. Hann setti frá sér glasið og starði á hana í orðlausri undrun. Þetta var það, sem hann þarfnaðist — eins og sárþyrstur maður sopa, eða drukknandi maður strá. Hann tók að virða fyrir sér einstaka drætti í þessu fagra dásemdarverki, og bað í hljóði: gerið það ekki, gerið — Hún leit snöggt við og mætti glápi hans; hann fann höggið eins og hann hefði verið barinn í kviðinn, og það var svo óvænt, að hann þorði ekki að líta of fljótt undan. Og svo, eftir hræðilegar, eilífðar sekúndur, gugnaði hann og leit niður í glasið sitt og fann blóðið leita til höfuðsins. Hann hataði hana. Hann hataði þær allar með tölu, þesar fegurðardísir. En þessa hataði hann meira en allar aðrar, af því hún var þarna núna, sjálfgóð með feg- urð sína eins og maurapúki, og neitaði dauðþyrstum manni um einn sopa af svaladrykk. Jæja, henni skyldi ekki haldast það uppi. Ekki í þetta sinn. Hann leit upp aftur og augu hennar voru þar og biðu hans, biðu eins og lögregluþjónn bak við húshorn, en nú var honum sama. Hann starði djarflega á hana, án þess að láta sér bregða, og hann hélt áfram að stara í augu henni, enda þótt hjarta hans berðist óþægilega hratt, og þótt honum væri fyrirmun- að að njóta fegurðar hennar vegna andstöðu hennar. Og að lokum, leit hún undan. Ekki hann. En hún. En rétt þegar hann var að bera glásið að vörum sér til að dylja sigurhrósið, varð hann í fyrsta sinn var við stóra, höku- breiða manninn, sem sat hinum megin við stúlkuna og virti hann auðsjáanlega vandlega fyrir sér. 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.