Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 9

Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 9
takmarkanir þínar; horfstu í augu við' þá veikleika, sem þú verður að sigrast á. Maður má þykjast af þvi, ef maður getur með sanni sagt við sjálfan sig á þessari stundu: „Eg hef metið sjálfan mig vel og sam- vizkusamlega, og ég veit, hvað ég get afrekað í lífinu“. Og þeg- ar árin líða, á maður öðru hvoru að gera upp við' sjálfan sig í góðu tómi, hvort maður sé enn- þá á réttri leið. Settu þér hátt markmið fyrir störf þín og persónulega ham- ingju. Notaðu hugmyndaflug þitt og hugrekki. Vertu ekki smeykur við að rétta út höndina eftir því, sem þú óskar þér í hjarta þínu fremur öllu öðru. Gallinn er ekki að setja markið of hátt, heldur of lágt. Barátt- an fram til hins fjarlæga tak- marks verður ótæmandi orku- gjafi, og hún mun leysa alla beztu hæfileika manns úr læð- ingi. Daglegt strit, sem samfara er sérhverju starfi, öð'last til- gang vegna þess að það færir mann feti og feti nær því tak- marki, sem maður hefur sett sér. Sálfræðingurinn William James segir: „Flestir menn nota aðeins brot af þeim hæfileikum, sem í þeim búa — hæfileika, sem þeir gætu notað til fulls við rétt- ar aðstæður“. Iíina furðulegu krafta mannsandans er hægt að leysa úr læðingi á sama hátt og atómorkuna. 2. Notaðu þann styrk, sem þií getur fundið i trúnni á guð, og á þá leyndu lcrafta í þinni eigin sál. Aftur og aftur hef ég séð dæmi þess, hvernig maðurinn getur sótt styrk í trúna á æðri máttar- völd og í sína eigin sál. Maður getur kallað það undirvitund- ina, sálina eða hvað manni þókn- ast, en í sérhverjum manni er brunnur af hugviti og innsæi — sá brunnur, þaðan sem tilfinn- ingarnar og þráin til hins góða streymir. í þessa fjárhirzlu get- ur maður sótt þá trú, sem fleyt- ir manni áfram. Undirvitundin getur verið full af ótta, hatri, þvingunum, sekt- artilfinningu, kvíða, vanmáttar- kennd, bölsýni — öllum þeim tortímingaröflum, sem leynast í fylgsnum sálarinnar. Mað'ur get- ur látið þessa fjendur andans ná tökum á sér og beygja sig. En það er einnig á valdi manns sjálfs að beina bæði vitandi og óvitandi hugsunum sínum í þá átt, að jákvæðu, framsæknu öfl- in sigri þau neikvæðu og niður- rífandi, sem leiða til ósigurs og tortímingar. Það er sannfæring mín, að trúin sé lykill, sem lýkur upp fyrir stórkostlegum kröftum í mannssálinni — trúin á guð — trúin á, að rétt sigri rangt, trú- HEIMILISRITIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.