Heimilisritið - 01.09.1951, Qupperneq 9
takmarkanir þínar; horfstu í
augu við' þá veikleika, sem þú
verður að sigrast á.
Maður má þykjast af þvi, ef
maður getur með sanni sagt við
sjálfan sig á þessari stundu: „Eg
hef metið sjálfan mig vel og sam-
vizkusamlega, og ég veit, hvað
ég get afrekað í lífinu“. Og þeg-
ar árin líða, á maður öðru hvoru
að gera upp við' sjálfan sig í
góðu tómi, hvort maður sé enn-
þá á réttri leið.
Settu þér hátt markmið fyrir
störf þín og persónulega ham-
ingju. Notaðu hugmyndaflug
þitt og hugrekki. Vertu ekki
smeykur við að rétta út höndina
eftir því, sem þú óskar þér í
hjarta þínu fremur öllu öðru.
Gallinn er ekki að setja markið
of hátt, heldur of lágt. Barátt-
an fram til hins fjarlæga tak-
marks verður ótæmandi orku-
gjafi, og hún mun leysa alla
beztu hæfileika manns úr læð-
ingi. Daglegt strit, sem samfara
er sérhverju starfi, öð'last til-
gang vegna þess að það færir
mann feti og feti nær því tak-
marki, sem maður hefur sett sér.
Sálfræðingurinn William
James segir: „Flestir menn nota
aðeins brot af þeim hæfileikum,
sem í þeim búa — hæfileika, sem
þeir gætu notað til fulls við rétt-
ar aðstæður“. Iíina furðulegu
krafta mannsandans er hægt að
leysa úr læðingi á sama hátt og
atómorkuna.
2. Notaðu þann styrk, sem þií
getur fundið i trúnni á guð, og á
þá leyndu lcrafta í þinni eigin sál.
Aftur og aftur hef ég séð dæmi
þess, hvernig maðurinn getur
sótt styrk í trúna á æðri máttar-
völd og í sína eigin sál. Maður
getur kallað það undirvitund-
ina, sálina eða hvað manni þókn-
ast, en í sérhverjum manni er
brunnur af hugviti og innsæi —
sá brunnur, þaðan sem tilfinn-
ingarnar og þráin til hins góða
streymir. í þessa fjárhirzlu get-
ur maður sótt þá trú, sem fleyt-
ir manni áfram.
Undirvitundin getur verið full
af ótta, hatri, þvingunum, sekt-
artilfinningu, kvíða, vanmáttar-
kennd, bölsýni — öllum þeim
tortímingaröflum, sem leynast í
fylgsnum sálarinnar. Mað'ur get-
ur látið þessa fjendur andans ná
tökum á sér og beygja sig. En
það er einnig á valdi manns
sjálfs að beina bæði vitandi og
óvitandi hugsunum sínum í þá
átt, að jákvæðu, framsæknu öfl-
in sigri þau neikvæðu og niður-
rífandi, sem leiða til ósigurs og
tortímingar.
Það er sannfæring mín, að
trúin sé lykill, sem lýkur upp
fyrir stórkostlegum kröftum í
mannssálinni — trúin á guð —
trúin á, að rétt sigri rangt, trú-
HEIMILISRITIÐ
7