Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 6

Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 6
frá Munkaþverá, bjó Þórunn, dóttir Jóns biskups Arasonar. Eins og alkunnugt er, gerðust þau miklu tíðindi suður í Skál- liolti haustið 1550, að Jón bisk- up var af lífi tekinn án dóms og laga, ásamt sonum sínum tveimur, Ara lögmanni og' Birni presti. Ari lögmaður átti dóttur, þrettán vetra gamla, Helgu að nafni. Að föður sínum látnum fór Helga að Grund til Þórunn- ar, föðursystur sinnar, og var þar hjá henni við mikið dálæti. Helga stóð til mikilla efna, og var þar að auki hin fríðasta mær, enda þótti hún nú, sakir ættern- is, auðs og atgerfis, einn hinn bezti kvenkostur á tslandi. Það var því engan veginn undrunarefni, þótt hinn ungi, skáldlega sinnaði höfðingjason- ur liti heimasætuna á Grund hýru auga, enda leið ekki á löngu þar til á því tók að bera. Var Helga naumast fullvaxta fyrr en dáleikar miklir urðu með henni og Páli. Orti Páll til hennar ástarkvæði, fleiri en eitt, og eru nokkur brot varðveitt, þótt fleira muni glatað. Eru kvæði þessi skáldleg og víð'a fallega að orði kveðið, enda leynir sér ekki ástarhrifning hins unga manns, sem að baki liggur. Þetta er úr einu kvæði Páls til Helgu: Eg leit í einum garði yfrið fagurt blóm, hvar engan mann þess varði; og svo þangað kóm. Einatt á mig starði auðs fyrir fagran róm sú lystug liljan fróm. Hún er svo hýr að líta, sem hermi eg ungri frá, rétt sem rósin hvíta eð'a renni blóð í snjá. Enga yfrið nýta eg með augum sá aðra vænni en þá. Hóf Páll síðan bónorð til Helgu, en þótt undarlegt megi virðast, þar sem hún sjálf var ráðahagsins fús, varð allmikil tregða á að hann fengi hennar. Giftingarmaður Helgu og for- sjármaður var Þorleifur á Möðruvöllum, móðurfað'ir henn- ar. Hann vildi ekki veita sam- þykki sitt til þess, að hún gift- ist hinu unga skáldi. Kom fyrir ekki þótt séra Sigurður á Grenj- aðarstöðum, föðurbróðir hennar og Þórunn á Grund, fóstra henn- ar, væru þess fýsandi. Þorleifur sat við sinn keip. Er ekki gott að segja hvað valdið hefur. Jafn- ræði var fullkomið milli Páls og Helgu, hvort sem litið' var til ættar eða auðs. Er talið einna líklegast, að óvinátta eða kryt- 4 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.