Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 22

Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 22
útgönguleið. Bifreið á ferð — ringlaður vegfarandi, mað'ur les daglega um þess háttar í blöð- unum. Auðveld aðferð, sem get- ur uppfyllt ósk mína, án þess að Chris fái nokkru sinni grun um, hvað bak við lá. Auðvitað má ekki gleyma lækninum. Ef til vill myndi vakna grunsemd hjá honum. Hann hafði horft svo tortryggi- lega á hana, þegar hún bað hann um litlu skammtana af hvíta duftinu, og hafði hikað andar- ta'k, þegar hún sagði, að hún ætlaði til Kaliforníu, tíl að jafna sig og verða heilbrigð aftur. En hann var svo góður — læknir- inn. Hanii myndi aldrei tjá Chris grunsemdir sínar. Vesalings Chris. Hann hafði elskað Jimmie — en ekki nærri eins heitt og hún. Hann gat lif- að áfram, en það gat hún ekki. Róleg, róleg, nú er ekki svo langt, þar til þú getur fengið frið fyrir fullt og allt. Helena Tarle- ton féll loksins í svefn. UNGA stúlkan, sem hét Lois Brown, varði mestum hluta heillar stundar í snyrtiherberg- inu. Hún varð að fylgja ákveðn- um reglum á hverju kvöldi, ef hún ætlaði ætíð að vera eins fal- leg og hún var nú. Hún batt borða um hár sitt, smurði andlitið í kremi, nudd- 20 aði því vandlega inn í húðina og þurrkaði aftur burt það, sem var ofaukið. Hún tók borðann af aftur og burstaði hárið með miklum eldmóði, þar til það stóð eins og geislabaugur um höfuð- ið. Hún deif höndunum ofan í lieitt vatn, hreinsaði neglurnar og virti þær fyrir sér. Fingur hennar voru langir og grannir, og rósrauðar neglurnar lýta- lausar. Það krafði tíma og þol- inmæði, þegar maður hafði ekki ráð á að kaupa sér handsnyrt- ingu. Hún afklæddi sig í flýti og fór í morgunslopp. Frá og með' morgundeginum myndi þessu öllu lokið — allri þessari spar- semi og nákvæmni með alla hluti, sem til þessa hafði verið aðalirinihaíd lífs hennar. Það mátti eklci seinna vera að hún yf- irgæfi Chicago, hugsaði Lois með sjálfri sér. Það hafði verið hræðilega örð- ugt að veita Bob mótspyrnu síð- ustu vikuna. Það hefði verið svo auðvelt fyrir hana að láta und- an. Svo auðvelt að eyðileggja bæði sitt og Bobs líf. Viðkvæmur, barnslegur munn- ur hennar, yfir einarðlegri hök- unni, herptist saman og varð eins og strik! Hún og Bob höfðu veitt hvort öðru hlutdeild í nokkru, sem var svo fagurt, að það mátti alls ekki eyðileggja HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.