Heimilisritið - 01.11.1951, Side 24
að gleyma þeim hræðilega ótta,
sem hafði gagntekið hann þann
dag, sem hnífurinn hafði runnið
til í hendi hans, meðan hann var
að framkvæma uppskurð. Kald-
ur svitinn spratt fram á enni
hans. Aðeins hársbreidd meira,
og konan, sem verið va-r að skera
upp, hefði verið dauð'ans matur.
Vinna sig upp! Á meðan hugs-
unin um hnífinn, sem rann til í
hendi lians, gat stöðugt ásótt
hann? Næsta sinni myndi hann
máske hafa líf á samvizkunni?
Hann myndi aldrei geta unnið
sig upp aftur, aldrei geta tekið
ábyrgð á sínar herðar. Sá eyð-
andi eldur, sem hafði knúð hann
áfram, var útbrunninn, aðeins
askan eftir. Og maður gat ekki
bvggt neitt upp á öskuhrúgu.
MARY Wightman, konan í
klefa nr. 7, hallaði sér þreytt,
en hamingjusöm að' svæflunum.
Hrynjandin í lestinni fann
gleðilegan enduróm í hugsunum
hennar. Því að hver einasta um-
ferð hjólanna, hver einasti titr-
ingur í lestinni færði hana nær
John.
Sjálf hafði hiin ekki viljað
ferðast með svefnvagni, því að
þau gátu notað skildingana sína
til svo margra annarra hluta.
Húsgögn í nýju íbúðina þeirra
í Kaliforníu, og fæðingin, sem
var nú skammt að bíða. Hún
liafði skrifað John og skýrt hon-
um frá því, en liann hafði.sent
henni peninga fvrir farmiðanum
og heimtað að hún keypti hann.
„Þetta er nógu slæmt eins og
það er“, hafði hann skrifað,
„Mary, elskan mín, ég er skelf-
ingu lostinn við tilhugsunina
um, að þú ferðast ein“.
Hún var líka hrædd, en hún
lét ekki John verða þess varan.
Hún vissi, hvað hún átti á
hættu, en John hefði ekki getað
sent henni peninga fyrr. Hann
hafði fyrst orðið að greiða mán-
aðarleigu fyrir húsnæðið í litla
húsinu, sem hann hafði loks get-.
að fengið. Mary brosti við-
kvæmnislega og hrærð í huga af
tilhugsuninni um þetta.
Húsaleigan fyrir fyrsta mán-
uðinn og ferðakostnaður hennar
hafði eytt öllum peningum
þeirra, en John skrifaði, að hann
fengi ~peninga aftur sama daginn
og hún kæmi. Vesalings John.
Það hafði verið erfitt fyrir hann
að þurfa að sleppa býlinu. Helzt
hefði liann viljað reyna eitt ár
til, en vegna liennar og barnsins
hafði hann hætt við það.
„Mér er innan brjósts eins og
svikara“, liafði hann sagt og
horft í síðasta sinni yfir engjar
sínar.
Jörðin hans. Svo mikið af hon-
um sjálfum var þarna í engjun-
um — svo mikið af þrældómi
22
HEIMILISRITIÐ