Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 26

Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 26
„Auðvitað ekki“, sagði Lois Brown, „þér skuluð bara vera kyrrar, og þá getum við spjallað dálítið saman, ekki satt?“ Mary Wightman brosti. Bros- ið gerði andlit hennar bjart og fagurt. „Ó, það væri indælt. Það er svo langt síðan ég hef talað við nokkra sál“. Lois Brown leit á hana, og Mary flýtti sér að skýra fyrir henni: „Ég hef búið á býli langt frá borginni. Þurrkarnir eyði- lögðu allt fyrir okkur síðast lið- ið sumar. Bróðir mannsins míns hefur útvegað honum atvinnu í Kaliforníu, og ég er búin að vera alein síðustu þrjá mánuðina. Ég er nú á leiðinni til Johns“, sagði Mary og roðnaði og spennti greipar í kjöltu sinni. „Ég gat ekki lagt af stað fyrr“. „En hvað þér eruð hugrakk- ar“, sagði Lois. „Æ, nei. Ég er bara sterk og —“ hún horfði í kringum sig í snyrtiherberginu. „Mikið er við- kunnanlegt héma, og svo yndis- lega hlýtt. Hér þai*f maður ekki að brjóta heilann um, hvort nokkur eldiviður sé eftir. Þegar ég lagði af stað í ferðina, var að- eins eldiviður eftir til tveggja daga“. Lois þun*kaði sér um liend- urnar og settist við hliðina á Mary. Hún varð þögul, er henni varð ljós merking sú, sem fólst í síðustu orðum Marys. Aðeins tveggja daga eldiviður til að halda nöprum kuldanum í hæfi- legri fjarlægð, og hvað hefði svo komið á eftir? „Hvað mynduð þér hafa gert, þegar eldiviðurinn var búinn?“ spurði Lois og stóð næstum á öndinni. „Lengra niður með fljótinu stóðu nokkur tré. Ég hefði getað höggvið nokkrar greinar af þeim. Ég er sterk, miklu sterkari en þér haldið. Ég er svo oft búin að hjálpa John“. I hvert sinn og hún nefnir nafn hans, hugsaði Lois, verður rödd hennar lifandi og viðkvæm. „Hve lengi hafið þér verið giftar?“ spurði Tmis. „Næstum í fimm ár“. Hún hafði ferðast vestur á bóginn til að taka að sér kennslu nokkurra barna, skýrði hún frá, en þá hafði hún hitt John og orðið ást- fangin af honum. Þau hefðu ef til vill ekki átt að giftast svona fljótt. Því að þá hafði John ver- ið rétt nýbyrjaður að búa og þurfti að standa skil af miklum afborgunum. „En þér vitið auðvitað hvern- ig það er, þegar ástin er annars vegar“, lauk Mary máli sínu með tindrandi augum. „Þá hugsar maður aldrei um slíkt og þvílíkt sem afborganir. John og ég höf- 24 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.