Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 30

Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 30
alveg við kuldann“. Rödd hennar dó út. Nístandi sársauki heltók líkama hennar, en það kom ekki hljóð fram á varir hennar. Læknirinn laut niður að henni. „Ef að þér þurfið að hljöða, þá gerið það í öllum lifandi bæn- um“, sagði hann. „Þér megið ekki byrgja hljóðin niðri“. Hún hristi höfuðið veiklulega, og þegar sársaukinn var liðinn hjá, reis hún upp á annan oln- bogann og sagði með afsökunar- rómi: „Mér þykir leitt að valda yð- ur svona mikilli fyi-irhöfn. Þið eruð' öll svo góð við mig“. „Segið okkur eitthvað um býl- ið“, sagði Lois Brown og hallaði aði sér fram með augun full af tárum. Ilún hafði ekki minnsta áhuga á bóndabýlinu, en liún hafði veitt því eftirtekt, að það var Mary Ijúft að tala um það. „Var síðast lið'inn vetur mjög slæmur fyrir yður?“ Þau höfðu átt við mikla erfið- leika að stríða, skýrði Mary þeim frá og talaði hægt. Þau höfðu verið næstum alveg pen- ingalaus. Skepnurnar sveltu og drápust allar úr hor áður en vor- aði. Og í febniar hafði John of- kælt sig, fengið slæmt kvef og lungnabólgu upp úr því. Hún hafði verið skelfilega hrædd að yfirgefa hann til að sækja lækni. Hún hafði verið hrædd um að eldurinn myndi slokkna á með- an. Hann var með óráð og hafði fengið þá flugu í höfuðið að fara út og gefa skepnunum — liann var alveg búinn að gleyma, að það var ekkért fóður til lianda þeim. Hún varð að nota líkams- krafta sína til að halda honuin kyrrum í rúminu. Jú, það hafði vissulega verið erfiður vetur, en til allrar hamingju batnaði John bráðlega. „Og þér voruð alveg einar, þegar allt þetta skeði?“ spurði Helena Tarleton. „Alein?“ Spurningunni var aldrei svár- að. Hríðarnar voru byrjaðar aftur. Þegar þær liðu hjá, leit Peter Livingston á úrið sitt og sagði brosandi við Lois: „Ætli það sé ekki bezt að þér farið út dálitla stund. Við mun- um að sjálfsögðu kalla á yður, ef að við þurfum á yður að halda“. Hann fór úr jakkanum, bretti upp ermunum, gekk að vatns- fatinu og þvoði sér um hendur. „Þér tókuð nærri yður að yf- irgefa býlið, var það ekki?“ spurði Peter Livingston blíð- lega, til að reyna að koma liuga liennar inn á aðrar brautir. Mary kinkaði kolli. „Jú, en það var verst með John. Við héldurn fyrst, að við myndum ekki geta liíað það af. 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.