Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 31

Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 31
Við' töluðum fram og aftur um það. En við áttum von á bami, og John sagði ávallt: — Jörðin er dauð, Mary, en við lifum“. Rödd hennar var veik og henni var erfitt um mál. „Það er örðugra fyrir karl- mann“, hélt hún áfram. „Hann verður að halda áfram. Hann má ekki hugsa um sjálfan sig, eða gera það sem hann langar mest til. Hann ber — John segir, að hann beri ábyrgð á þeim, sem lifa“. Og sama máli gegnir um mig, hugsaði Peter Livingston. Eg er bölvaður hugleysingi — ætlaði að fela mig og sleikja sár mín, hlaupast undan skyldu minni! Ef ég hefði aðeins helming þess kjarks, sem þessi kona hefur sýnt, myndi ég halda áfram. Karlmaður á að gera það. Helena Tarleton þreifaði um kinn sér og fann að hún var tár- vot. Það var þetta, sem var að hjá mér og Chris, hugsaði hún. Við gátum ekki talað saman. Við gátum ekki talað um það, sem skeð hafði og sagt hvoru öðru • frá tilfinningum okkar. Chris var líka sorgmæddur, en hann varð að halda áfram við vinnu sína, og ég hjálpaði hon- um ekki. Hann bar ábyrgð gagn- vart þeim, sem lifa. Þeim — sem lifa. Iíún var miður sín af skelf- ingu. Hún hafði einmitt ætlað að hindra hann í því. Hún hafði hindrað hann í því eina, sem hafði getað fengið hann til að halda áfram, þrátt fyrir sorg- ina — skyldu hans gagnvart þeim, sem lifa. Gagnvart henni. Chris, sem þegar var búinn að þjást svo mikið, án minnstu hjálpar frá henni. „Komið hingað og hjálpið til“, sagði Peter Livingston snöggt. „Haldið þessum lampa fyrir mig“. Fyrstu hljóð hins nýfædda barns bárust um klefann, og Peter Livingston rétti Helenu Tarleton litla, rauða og hrukk- ótta veru. „Þetta er yndislegur drengur“, sagði hann hreykinn. „Gætið hans og baðið hann, á meðan ég lít eftir móðurinni“. I hlýju snyrtiherberginu hall- aði Lois sér yfir barnið, sem lá í skauti Helenu Tarletons, og snerti varlega kinn bamsins með einum fingri. „Hvað verður liann lengi svona rauður og skringilegur?“ spurði Lois. „Hann er alls ekki skringileg- ur“, sagði Helena Tarleton gremjulega. „Þetta er dásamleg- ur drengur. Horfðu á litlu fing- urna hans“. Hún baðaði varlega litla, rauða kroppinn. NÓVEMBER, 1951 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.