Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 37

Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 37
eitt einasta augnablik, án þess að þú takir upp á einhverjum bölvuðum apa- kattarlátum. En nú skal gerður endi á því, því máttu treysta.“ Með þessum orðum dró hann mig upp á þilfarið og batt mig við stýris- húsið, þar sem ég sat nú föst alveg eins og ég væri í gapastokknum, en hásetarnir hæddust að mér og hlógu að mér. Ég var ákaflega niðurdregin. Ég hafði orðið fyrir sárum vonbrigð- um, en ég grét ekki, ekki einu einasta tári. Ég blótaði bara eins og ég gat og reyndi að muna öll þau mörgu blóts- yrði, sem ég hafði heyrt hjá hásetun- um. Ég átti líka svo mikið orðasafn, að ég gat haldið áfram í heilar tíu mín- útur, án þess að endurtaka eitt orð. Það var að vísu bölvað, að vera þannig í gapastokknum, en það varð enn verra, þegar stýrimaðurinn kom upp til mín. Um leið og hann var kominn svo ná- lægt, að hann gat heyrt til mín, sneri ég mér að honum og bölvaði eins hressi- lega og ég gat, en þegar hann fór að skellihlæja að mér, fór ég að hugsa um það, hvemig ég ætti að fara að því að ráða hann af dögum. Hann hlustaði á mig svolitla stund, en svo ýtti hann kaskeitinu aftur á hnakka, klóraði sér á bak við eyrað og sagði: „Ég skal að mér heilum og lifandi éta það, sem úti frýs, ef þú kannt ekki að bölva alveg eins vel og fullkominn sjómaður, sem er kafloðinn á brjóst- inu.“ Og þessi orð voru frelsun fyrir for- myrkvaða sál mína. Ég flýtti mér að hneppa samfestinginn minn saman á brjóstinu, svo að hann sæi ekki, hversu nakin ég var. Mér fannst einhvern- veginn, að þrautir mínar hefðu ekki verið til einskis, fyrst hann trúði því, að ég væri orðin loðin á brjóstinu! Leyndardómar ástarinnar Svo bar það við dag nokkurn, þegar við lágum við litla ey, áttatfu mílum fyrir sunnan Suva, að ég fór í land með Sntches og fjórum öðrum, til að reyna að ná í dálítið af ávöxtum og öðru góðgæti. Við höfðum meðferðis poka með nöglum í og hönk af kaðli. Fyrir það ætluðum við að fá ávextina. Undir eins og við komum í land geng- um við Stitches um þorpsgöturnar og varla höfðum við farið fjórðungsmílu, þegar við tókum eftir dálitlum hóp innfæddra manna, sem börðu sleitu- laust bumbur sínar. Við gengum þang- að til að sjá, hvað um væri að vera, og þarna, í miðjum hringnum, lá innfædd kona — með léttasótt og var alveg kom- in að fæðingu. Samkvæmt landsvenj- um varð hún að sjá um sjálfa sig að öllu leyti, enginn mátti rétta henni hjálparhönd, aðeins safnaðist fólkið um- hverfis hana og barði bumbur sínar látlaust, en það átti að verða til þess að flýta fyrir fæðingunni. Samtímjs því, sem barnið var fætt, rak hópurinn upp óp mikið — og var þetta sigursöngur. Án þess að taka nokkurt tillit til áhorf- endanna, já, án þess að svo virtist, sem hún veitti þeim nokkra athygli, sleit konan sundur naflastrenginn og batt um hann síðan með kókostrefjum. Svo stóð konan á fætur, tók bamið á hand- legg sér, gekk niður að ströndinni og laugaði það í köldum sjónum. Um leið og barnið orgaði í fyrsta sinn, virást fólkið missa allan áhuga fyrir atburð- NÓVEMBER, 1951 35

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.