Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 38

Heimilisritið - 01.11.1951, Síða 38
inum, hópurinn leystist upp og hvarf á brott. Konan átti ein að sjá um barn sitt í framtíðinni og þar með var öllu umstangi lokið! Ég komst að því, mér til mikillar furðu, að skoðanir sjómanna á ástinni voru ekki eins og mínar, og að ýmsu ekki sem geðslegastar. Þeir töluðu um ítúlkurnar á hafnarbakkanum, sem þeir keyptu, til þess að elska sig, þeir sögðu •sögur af stúlkunum heima, sem þeir höfðu elskað, og ég heyrði þá tala um Suðurhafseyjastúlkur, sem þeir höfðu átt í tygi við, þegar þeir voru í landi. Ég skildi þetta ekki til fulls og það gerði mig ringlaða, og loksins dag nokkurn fékk ég hug til að spyrja Svíann Axel Olesen hvort hann hefði nokkurn tíma verið ástfanginn. „Vitanlega, kallinn," svaraði hann, „allir sjómenn eru alltaf ástfangnir — og stundum jafnvel allir í sömu stelp- unni.“ „Hvernig þá?“ spurði ég steinhissa. „Það skal ég scgja þér, kallinn. Við sameinumst stundum um sömu stúlk- una og öllum þykir okkur vænt um hana. Hefur þú aldrei tekið eftir því, hvernig seglin bylgjast stundum á kvöldin og á nxturnar, þegar golan leikur við þau?“ „}ú,“ svaraði ég, en mér gat ómögu- lega skilizt, hvað seglin áttu sameigin- legt með kærustum Svíans. „Jæja, seglin eru svo hvít og fögur, og þegar golan leikur við þau og þau bylgjast, þá eru þau alveg eins og konu- brjóst. Og svo stöndum við sjómenn- irnir og horfum hugfangnir á þau — og þau seiða okkur til sín og fara með hug okkar, hvert sem þau lvstir." „Þá þykir mér nteira til sjávarins koma en seglanna," svaraði ég, og mér fannst, að ég yrði líka að sýna honum trúnað. „Skilurðu það, að þegar ég ligg í sjónum og er að synda og bylgjurnar klappa mér og strjúka mig, þá finnst mér á kroppnum alveg eins og margir litlir munnar séu að kyssa mig?“ Olsen svaraði ekki, en augun í hon- um glenntust upp og svo hissa varð hann, að hann hafði næstum gleypt munntóbakið, sem hann var með í munninum! Samstundis var eins og ég lokaðist. Aldrei framar skyldi ég sýna honum trúnað, fyrst hann tók því svona. Ég fór beint í kojuna mína, ög þegar ég var búin að hlúa rcglulega _vel að mér, fór ég að brjóta heilann um leyndardóm ástarinnar og hugsanir mín- ar höfðu furðuleg áhrif á mig. Það var cins og ég væri hvort tveggja í senn, mctt og banhungruð, og þegar ég loks- ins vaknaði af djúpum svefni, var lík- ami minn ískaldur, aðeins á andlitinu var mér sjóðandi heitt, og ég var líka eldrjóð í framan. Ég ákvað þá, að ég skyldi aldrei framar hugsa um þessa hluti, fyrst hugsanirnar gerðu mig svona, já, gerðu mig næstum því hrædda við sjálfa mig. 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.