Heimilisritið - 01.11.1951, Side 40
ÞÖGLI AÐDÁANDINN
Ég var alveg orilaus af undrun.
Þarna stóð bann — aðdáandinn!
HLÝTT sumarregnið féll
jafnt og þétt til jarðar, og gest-
irnir á litla, glæsilega hótelinu
fóru að loknum kvöldverði lit á
yfirbyggðar glersvalirnar til þess
að spila bridge og tefla, en sumir
skoðuðu blöð. Unga fólkið renndi
löngunaraugum til rauðu flau-
elstjaldanna, því að bak við þau
Stutt saga
frá Monte Carlo,
eftir LEON ANDOE
var litla jasshljómsveitin að
stilla hljóðfæri sín.
Marion og Claire sátu við
borð og töluðu saman.
„En hvað þú ert með fallegt
sígarettuveski“, sagði Claire og
benti á gullöskju, sem lá á borð-
inu fyrir framan þær. Skraut-
legt laufblað, úr örsmáum dem-
öntum prýddi lokið á henni. „Þú
hefur aldrei sýnt mér það fyrr“.
„Það er líka alveg nýtt. Al-
bert keypti það handa mér í
Monte Carlo — það er að segja,
hann keypti það ekki, en — því
var neytt inn á hann. .. . Það
er fremur flókin saga, sem ekki
er svo auðvelt að segja frá. ...“
„Æ, lofaðu mér að heyra
hana!“
Marion kveikti sér í sígarettu
og blés reyknum hugsandi út í
loftið:
„Líklega mun ég geta þakkað
þessu veski það, að svo lengi
sem ég lifi held ég áreiðanlega
áfram að vera góð' og siðleg kona,
38
HEIMILISRITIÐ