Heimilisritið - 01.11.1951, Side 49

Heimilisritið - 01.11.1951, Side 49
Brovvn góðrar ferðar og svo framvegis — og þær sátu og röbbuðu saman, meðan beðið var eftir flutningsmönnunum. María þarfnaðist trúnaðarvinar, sem gat verið henni til huggun- ar, svo að ekki leið á löngu, þangað til hún skýrði frú Brown frá erfiðleikum Jóns. „Auðvitað“, sagði hún, „myndi ég gera. hvað sem væri fyrir hann — það er að segja ef ég héldi að það gæti hjálpað' honum. En ég veit bara ekki hvað það gæti verið. Ég á ekk- ert, ég get ekki unnið, ég er svo hræðilega hjálparvana og ráða- laus“. Frú Brown, sem hafði verið gift í tvö ár, hafði lært sitt af hverju á þeim tíma, „Blessuð verið þér ekki svmna .leiðar út af því“, sagði hún al- úðlega. „Þetta lagast eins og annað. En hværnig er það, ef þið endilega verðið að fá peningana, af hverju seljið þið þá ekki eitt- hvað — eitthvað sem þið kynn- uð að eiga værðmætt? Eigið þið ekki skartgripi?“ María brosti hrygg í bragði. „Skartgripi?“ sagði hún. „Hvernig hefði Jón nokkru sinni átt að hafa haft ráð á að gefa mér skartgripi? Það eina sem ég á, og sem hugsanlegt er að sé einhvers vúrði, er þessi hringur, sem Jón gaf mér þegar við trú- Iofuðumst“. „Seljið þér þá hringinn, María — fyrst þér elskið manninn yð'- ar svona mikið, hljótið þér að vilja færa einhverja fórn fyrir hann — auk þess sem þér getið áreiðanlega fengið annan hring, þegar tímarnir batna“. María sagðist heldur vilja láta sína hægri hönd en að selja tryggðapantinn frá Jóni. Frú Brovvn yppti þá öxlum, brosti og leit á klukkuna. Það endaði með þvd að María tók ofan hringinn. „Hvað mikið“, spurði hún skjálfrödduð, „hvað' mikið hald- ið þér að hægt sé að fá fyrir hann?“ Frú Brovvn athugaði hann gaumgæfilega, „O, það veit ég sannarlega ekki — fjörutíu dollara — get ég hugsað mér“. Hún vóg hringinn í hendi sér. „Af tilviljun á ég fimmtíu dollara handbæra, ég skal láta yður fá fimmtíu dollara fyrir hringinn, fyrst það eruð þér, og fyrst þér þarfnist svona mjög peninganna. Þá þarf maðurinn yðar bara að útvega 100 dollara — hvað segið þér um það?“ Maríi vildi ákvæðið svara neit- ándi. Hún reyndi að synja til- boðinu — og svo samþykkti hún það — sagði lágt „já“ með grátklökkri rödd — og þakkaði NÓVEMBER, 1951 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.