Heimilisritið - 01.11.1951, Page 52

Heimilisritið - 01.11.1951, Page 52
■'------------------------------------------------------------------- peningamál, cn einnig getur það boðað mikil veikindi (íarsótt?) eða slæmt árferði. HENGILÁS. — Dreymi þig að þú sért að læsa hengilás, veit það á fá- tækt. HENGING. — Dreymi þig, að það eigj að fara að hengja þig á gálga, er það fyrir peningum, og að vera hengdur boðar upphefð. Sjá mann hengdan er fyrir góðu; svo mikið er líka víst, að þú giftist þá ekki niður fyrir þig. HENGIRUM. — Það er góður fynrboði að dreyma hengirúm, einkum ef þér finnst þú sveiflast þægilega í því. HEPPNI. — Ef þig dreymir að þú hafir heppnina með þér, er það fyrir vonbrigðum. Draumurinn varar þig við að treysta meira á tilviljanir en dómgreind, því að gæfuna muntu hljóta með viti og striti. HER. — Ef þig dreymir hermenn, muntu lenda í ýmsum vandræðum og þola miklar raunir af völdum afbrýðisemi. Hermenn í draumi eru ávallt fyrirboði mikilla breytinga. Oft tákna þeir innanlandsdeilur. Sjá hermenn ganga fylktu liði er fyrirboði tjóns. HÉRI. — Dreymi mann að héri hlaupi frá manni, er það honum fyrirboði tjóns og óhapps. Hann ætti ekki að byrja á neinum framkvæmdum fyrstu vikurnar eftir drauminn. HERMANNASKÁLI. — Ef þig dreymir hermannaskála, munu minni tálmanir verða á leið þinni en þú hefur nokkurn tíma búizt við, ef þú notar þína heilbrigðu skynsemi og teflir ekki í tvísýnu að óþörfu. HESTHÚS. — Sjá Gripahús. HESTUR. — Að ríða gæðingi er mikið hamingjutákn í draumi, einkum ef hann er hvítur. Dctta af baki boðar leiðindi. Sjá blakkan hest er óheillaboði. Bleikur hestur táknar oft dauða eða hættu. Heyra hest hneggja: góðar fréttir. — Stíga á bak hesti: happ. Gera að feitum hesti: góð aflabrögð. Sjá hest sinn dauðan: ólán. Sjá hest hlaupa er oft fyrir fljótfæmi. Járna hest: erfiðleikar. Að sjá hvíta hesta telja sumir að sé fyrir snjókomu, og að sjá rauða eða jarpa sé fyrir rigningu. Haltir hestar og latjr em fyrir erfiðleikum, en skjóttir fyrir slarki. HETJA. — Dreymi þig hetju, eða þér virðist þú sjálf(ur) sýna hetjuskap, muntu ávinna þér hylli einhvers yfirboðara þíns, sem áður hefur haft litla trú á þér. HEY. — Það er fyrir sorg, að dreyma að maður sé að hlaða úr heyi. Að sjá flatt hey í draumi táknar hinsvegar hagnað og gæfu. Að sjá mjkið af góðu heyi á vetrum er fyrir snjókomu. Finna sterka heylykt: hætta á ferðum. Slá hey: vegsauki. Raka saman hey: óvænt happ, tekju- aukning. Að dreyma lítið hey segja sumir að sé fyrir góðu tíðarfari. Sjá vel hlaðinn heystakk: þú sigrast á öllum erfiðleikum að lokum og kemst í sæmileg efni. HEYHLAÐA. — Að dreyma fulla hlöðu er ógiftum fyrir giftingu, en ^--------------------------------------------------------------------r 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.