Heimilisritið - 01.11.1951, Side 60

Heimilisritið - 01.11.1951, Side 60
inu, því við getum ekki ráðið við þetta frumskógafólk inni í skóginum. Ég hef því hugsað mér að byggja vígi hér. Ég á heilmikið af pokum, og ef við fyll- um þá af sandi og hlöðum úr þeim garð, fáum við skotlielt virki, sem get- ur orðið okkur að miklu gagni, ef ó- vinirnir reyna að gera áhlaup á hús- ið. Ég ætla strax að láta fara að vinna að þessu. Viltu hafa mig afsakaðan á meðan.“ Hann skundaði burtu, til að gefa fyrirskipanir sínar, og innan klukku- stundar var fjöldi manns að bera sand frá ströndinni upp að húsinu og fylla poka, sem þcir hlóðu upp í garð undir forustu Hilarys. Vinnan gekk fljótt og vel, og þeir innfæddu hlógu og hrinu, meðan þeir voru að hlaða fyrir alla glugga og byggja varnargarð framan við svalirnar. Flestir tóku þctta eins og hverja aðra skemmtun, og Joan gat ekki að sér gert að hlæja, þegar litlir snáðar voru að reyna að lyfta sandpokunum, en henni var samt fullljóst hver hætta var á ferðum. „Við skulum borða miðdegisverð," sagði Hilary, þegar verkinu var lokið. „Kuku hefur búið til eitthvað sérstakt lostæti í tiiefni dagsins, og við verðum að borða okkur vel södd. Það er óvíst hvenær við fáum annan eins mat aft- ur, því bæði Kuku og Ugi eru stríðs- menn og verða að fara á morgun með mér í bardagann.“ „Með þér Hilary?" hrópaði Joan og tók andköf. „En þú þarft þó ekki að vera í sjálfum bardaganum?" „Jú, ástin mín, þú munt áreiðanlega skilja að ég má til,“ svaraði Hilary með uppgerðarkæti. „Menn mínir munu telja það sjálfsagt, og það hefur mikla þýðingu, að þeir hafi hvítan mann í sínum hóp. Þú verður að minnast þess, að tveir hvítir menn eru meðal óvina okkar, og enda þótt Doyle og Howes séu verstu þorparar, hefur nærvera þeirra ekki svo litla siðferðislega þýðingu." „Vertu nú ekki kvíðafull, vina mín,“ bætti hann vjð. „Kannske verður ekk- ert úr bardaga, þegar Doyle og Howes sjá að við erum viðbúin. Að minnsta kosti skeður ekkert fyrr en á morgun, svo að við getum borðað miðdegisverð- inn í friði og ró. Með tilliti til þess að við erum að hervæðast, þá held ég að ég sleppi því að hafa fataskipti fyrir matinn, en við skulum hafa hann há- tíðlegan eigi að síður, vina mín.“ Þegar þau settust til borðs litlu síð- ar, sáu þau að aldrei hafði Kuku tekizt eins vel. Eftir matinn kom Ugi með kampavín, Clicquot, árgang 1911, og: bar flöskuna hátíðlega á borð og gætti þess vandlega að hrista hana ekkL Hil- ary stóð á fætur, lyfti glasinu með hin- um gullna, freyðandi drykk og brosti: til Joan. „Ég skála fyrir heill þinni og ham- ingju í framtíðinni, elskan mín!“ sagði. hann. Joan var ofurlítið skjálfhent, þegar hún klingdi glösum við hann. „Ég man ekki orðið, Hilary, orðið,. sem ég sagði á Bora Bora og sem þýðirt ég elska þig,“ sagði hún. „Jú, augna- blik, nú man ég það: Talofa! — Talofa,. Hilary!“ „Talofa!" endurtók Hilary og gerði Joan hrædda, er hann kastaði glasi síntt í gólfið svo það fór í mola, eftir að hann hafði drukkið í botn. „Það er 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.