Heimilisritið - 01.11.1951, Side 61
gamall siður að brjóta glasið, eftir að
maður hefur skálað við sérstaklega há-
tíðlegt tækifæri. Enginn á að drekka úr
því glasi aftur,“ sagði hann. „Ugi færðu
mér annað glas!“
„Færðu okkur tvö glös Ugi!“ sagði
Joan brosandi og kastaði sínu glasi í
gólfið, eftir að hafa tæmt það. „Ég mun
aldrei segja „Talofa“ vjð nokkurn ann-
an mann, og ég get gert þetta eins-
rösklega og þú, Hilary!“
„Fyrirtak! Vel af sér vikið, Joan!“
hrópaði Hilary og flýtti sér kringum
borðið til Joan og kyssti hana, en Ugi,
sem var steinhissa á þessu, flýtti sér út
til að sækja ný glös og trúði Kuku
fyrir, að hinn mikli hvíti húsbóndi og
hvi'ta gifta konan hans væru í bardaga-
hug.
Joan og Hilary sátu lengi til borðs,
og á eftir sátu þau í dimmunni úti á
svölum og töluðu saman í lágum hljóð-
um, en trumbuhljóðið neðan úr þorp-
inu, þrumaði ógnandi alla hitabeltis-
nóttina.
XXIII
Hljóð — og ljós!
TRUMBURNAR þögnuðu ekki alla
nónina og héldu vöku fyrir Joan. í
dögun kom Hilary inn til að kveðja
hana með kossi og lagði síðan af stað
með hópi innfæddra, eftir að hafa hug-
hreyst hana.
„Á eftir byrjum við hveitibrauðsdaga
okkar, og þeir skulu vara alla okkar
ævi, ástin mín,“ sagði hann um leið og
hann sleit sig úr faðmi hennar. „Láttu
ekki hugfallast, Joan! Þú skalt vera
óhrædd! Ég skal koma heim til þín heill
á húfi.“
Joan varð ein eftir í húsinu með
Renu, en utan við húsið voru sex her-
menn sem öryggisverðir. Joan gat ekki
haldið kyrru fyrir, en gekk hvíldar-
laust fram og aftur, eins og dýr í búri.
Það var hræðilegt fyrir hana að ganga
hér um aðgerðarlaus, án þess að vita
neitt um hvernig gengi. Henni fannst
hver stund óralengi að líða. Rena mat-
bjó handa henni, en Joan gat ekki kom-
ið nokkrum bita niður og- skildi við
matinn ósnertan.
„Hvers vegna fékk ég ekki Hiiary
til að taka mig með?“ sagði hún hátt
við sjálfa sig og gekk fram og aftur á
svölunum. „Staða mín er við hlið hans,
og allt væri betra en þessi hræðilega
óvissa.“
Dagurinn sniglaðist áfram, og loks,
þegar líða tók á daginn, virtist Joan
sem hún heyrði skot. Hún veitti því
einnig athygli, að varðmennirnir úti
fyrir húsinu virtust órólegir. Hún gægð-
ist yfir sandpokagirðinguna og kom
auga á ungan mann, sem kom hlaup-
andi í áttina til hússins, móður og más-
andi og löðrandi sveittur. Hann sagði
eitthvað við varðmennina, sem hópuð-
ust utan um hann og blöðruðu hver
framan í annan.
„Rena, Rena! flýttu þér út og komstu
eftir, hvað um er að vera og hvað
sendiboðinn segir!“ hrópaði Joan. Rena
flýtti sér út og spurðist fyrir, og þegar
hún kom inn til Joan aftur, var hún
bæði æst og óttaslegin.
„Mikli hvíti húsbóndi, hann vera
skotinn alltof mikið af hvítur maður,
NÓVEMBER, 1951
59